Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, desember 15, 2006

Komin heim

Eins og það er gott að fara út þá er alltaf gott að koma heim. Við mamma vorum degi lengur en planað var og það var bara fínt, náði að versla mér smá föt þegar Hildur og Hrund voru farnar, þær hafa greinlega ekki góð verslunaráhrif á mig.
Ferðin var mjög fín í alla staði, bjóst að vísu við íktari jólaskreytingum en það var samt alveg nóg og ekki spillti fyrir að U S and A fólkið er mjög duglegt að spila jólatónlist mér til mikillar ánægju. En ég tók eftir því að það voru ansi margir búnir að setja jólatréið upp og skreyta það heima hjá sér. Þótti það frekar spes.
En við kíktum á Cheers, (where everybody knows your name) fórum í Cambriged Gallería, í rútuferð í Outlett, út að borða á humarstað þar sem humrinum var stillt þannig upp að hann horfði í augunn á manni og Harvard og margt fleira, gengum nánast af okkur fæturnar.

Annars gerðist þetta líka:
Ég og mamma héldum að einn starfsmaður sem var að vinna á lestarstöðinni ætlaði að dáleiða mig þar sem hann horfði svo sterkt í augun á mér, við Hildur vorum spurðar tvisvar sinnum að því hvort að við værum tvíburar (tek það skýrt fram ég er 2 árum yngri og fyrir utan það þá erum við ekki vitund líkar) og seinustu nóttina þeirra Hildar og Hrundar héldum við að fólk ætlaði að brjótast inná hótelherbergið okkar þar sem það var þvílíkt að taka í hurðahúninn og sparka í hurðina. En þá þýddi ekkert annað nema að hringja og kvarta, sem og við gerðum, tvisvar sinnum :) Enda virkaði það, ekki ætlaði ég það fara fram og tuða, maður veit aldrei hvað þetta U S and A fólk gerir.

Náði að kaupa flestar jólagjafirnar og er mjög ánægð með það. Núna er maður bara ennþá að vinna í því að ná tímamismuninum upp. En maður er búin að vera svo busy síðan maður koma heim að hann hefur ekki náðst. Fór á jólahlaðborð á þriðjudaginn með vinnunni, miðvikudagsheimsóknina mína til Berglindar Báru og svo var ég að skreyta piparkökuhúsið okkar, Sigurveigar og Heiðu Bjargar. Og það er ekkert smá flott þó svo að mín hlið líti út fyrir að 3 ára barn hafi skreytt það.

Svo er ég að fara að hitta Írisi og Snjólaugu í kvöld og Berglind ætlar svo að sýna mér hvernig maður á að baka mjög góðar jólakökur á morgun. Jólabrunch á VOX á sunnudaginn þar sem ég hitti Hildi P og Guðnýju Japansfara ásamt Hildi systur. Þannig það er nóg um að vera, sem er alveg frábært. Svo bíður maður bara eftir því að allir útlendingarnir manns koma til landsins.

En hérna er linkur að einu myndbandi sem sýnir einn mjög misheppnaðan þjóf.

Jæja þetta er komið gott, set inn myndirnar frá Boston við tækifæri.

Góða helgi.

2 Comments:

At 1:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

HLAKKA TIL AÐ SJÁ ÞIG EFTIR NOKKRA DAGA:)

KV. HERDÍS

 
At 2:41 e.h., Blogger Berglind said...

Hæ, hæ

Hlakka til að sjá þig sömuleiðis :)

 

Skrifa ummæli

<< Home