Hér bloggar Berglind of Wales

mánudagur, desember 04, 2006

Rock Star

Það var mjög fínt í nuddinu sem ég fór í á fimmtudaginn. Fyrst fór ég í pottinn og þar fékk ég axla og höfuð nudd. Svo var farið í nuddið, en þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki mikið fyrir að fólk sé að koma mikið við mig, sem sagt fólk sem er með snertiþörf ég er akkúrat öfugt við það. Ég hélt að ég væri bara að fara í herðanudd en annað koma á daginn þegar nuddarinn fór að nudda rassinn á mér!!! Já þá var þetta sem sagt heilnudd. En að frádregnu rassanuddinu þá var þetta mjög gott, hefði þurft að vera lengur bara.

Svo um kvöldið fórum við á Rock Star tónleikana og rosalega voru þetta góðir tónleikar, frekar langir en góðir. Ég þakkaði bara fyrir það að hafa verið í sæti. Þau voru öll mjög góð og mikil stemmning. Húsbandið ekkert smá góðir. En tónleikarnir voru sem sagt frá klukkan 20.20 og við fórum heim þegar Magni var að taka seinasta lagið en það var um klukkan 23.55.

Á föstudaginn var svo farið á Jólabolluna, var búin að heyra að þetta væri svaðalegt fyllerí en við komum greinilega bara of seint og skraulegasta fólkið var sennilega bara farið því að þetta var nokkuð rólegt miðað við það sem ég var búin að ímynda mér. Kíktum svo á REX þar sem Rock Star fólkið var að djamma og ég verð bara að viðurkenna að á þessum tímapunkti hefði ég ekki verið til í það að vera þau. Komust ekkert áfram því að þau þurftu að knúsa og kissa alla!!

Svo var helgin annars tekin í svakalega leti nema ég skrapp í bíó í gær á myndina Borat og hún var mjög fyndin. Mæli sko alveg með henni það er að segja ef það eru einhverjir sem eiga eftir að fara á hana.

En svo eru bara 3 dagar í það að ég fari til Boston með mömmu, Hildi og Hrund.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home