Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, desember 20, 2006

Gleymdi...

.....að segja frá því þegar Hrund notaði eina bíómyndasetningu í Boston. Ég, mamma og Hrund tókum saman leigubíl eftir að hafa farið út að borða á humarhúsi. Hildur, Hulda og Garðar hoppuðu í annan bíl. Og þegar við þrjár erum sestar inní leigubílinn þá segir mamma: Hvað heitir hótelið okkar. Við verðum allar eins og spurningar merki í framan og ég: Colonn eitthvað, gat ómögulega muna það. En Hrund var ekki lengi að fatta hvað hún ætti að gera og sagði: Follow that car!!! (sem sagt bílinn sem Hildur, Hulda og Garðar voru í). Vá hvað okkur fannst þetta fyndið, en það virkaði og svo fundum við út hvað hótelið okkar hét ;)

Annars er Hrund að fara að útskrifast í dag úr F.B. Tók þetta á 3 og hálfu ár, mjög flott hjá henni. Þannig að það verður einhver smá veisla heima. En úff hvað manni finnst maður vera gamall þegar litla systir er að útskrifast úr menntó og er brátt á leiðinni í Háskóla. Fékk einmitt bréf í gær sem sagði að vegna þess að í sumar hefðu verið 5 ár síðan að ég útskrifaðist úr MS væri búið að plana rejunion. Jamm það eru víst 5 og hálft ár síðan ég kláraði MS, skrítið hvað tíminn er fljótur að líða.

Til hamingju með áfangann Hrund mín.

2 Comments:

At 11:01 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með systur þína! og vá hvað ég hlakka til að fara á reunionið!!! sjá hvað allir eru búnir að "stækka" ;)jibbí! og mundu eftir hittingnum milli jóla og nýárs :)
Jólakveðja Auður

 
At 3:28 e.h., Blogger Berglind said...

Hæ, hæ og takk fyrir það.

Já ég hlakka líka til, en ég get nú bara sagt að ég hef bara stækkað á þverveginn síðan í MS.

Já auðvitað við verðum að hittast milli jóla og nýárs, það má ekki klikka.

 

Skrifa ummæli

<< Home