Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, desember 06, 2006

Boston here I come!!

Þá er maður að fara til Boston í dag, vííí. Samt ekki, það er svo ótrúlegt með mig að ég nenni aldrei að fara út svona c.a. þegar 1 -2 dagar eru í brottför. Veit ekki hvort að þetta sé einhver spenna eða hvað. Mér finnst reyndar ógeðslega leiðinlegt að pakka og ég er orðin eitthvað svo flughrædd. En svo þegar ég er komin út þá skil ég ekkert í þessari vitleysu í sjálfri mér. Já maður er skrítin.
En Áslaug ætlar sennilega að vera fluffan okkar mæðgna í ferðinni út, mjög gaman það. En því vér og miður þá kemst Sigurveig systir ekki með okkur, hún þarf víst að prófstússast, en svona er lífið.

Jæja, læt heyra í mér þegar ég kem frá Boston.

Þangað til þá,
Berglind Boston-fari.

2 Comments:

At 5:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Góða ferð!!! (mér finnst ég alltaf vera að segja góða ferð í commentinu hjá þer hihi!!!)

- 2 VIKUR í dag í heimkomu á klakann:) vúhúúú hlakka til að koma í jólastemmingjuna (eða kannski bara jólabrjálæðið heima á Íslandi) hér er í kringum 10 stiga hiti og rignir, þannig maður er ekki alveg að finna jólaskapið hérna, en samt er þónokkuð mikið skreytt hérna, sérstklega í bænum. Gunnar er út í A-Z að kaupa jóladist- erum að fara að
skreyta íbúðina!! hóhóhó:)
kv. Herdís

 
At 6:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þið munið bara að í hvert skipti sem þið farið út og ég kemst ekki með þá vil ég STÓRAN pakka :o)
Öfundskveðjur, Sigurveig stóra systir

 

Skrifa ummæli

<< Home