Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, mars 29, 2006

Bakari???

Já svei mér þá hvað ég er á rangri hillu í lífinu, ég hefði átt að verða bakari. Sá það sko í gær þegar mín bakaði þessa ágætu ( þó ég segi nú sjá frá ;) ) snúða. Svona hollustusnúða. Fólkið heima tók ekkert alltof vel í það þegar ég sagðist ætla að baka en þau máttu nú éta það ofan í sig þegar þau fengu að smakka snúðana mína. Þeim fannst þeir bara góðir. Jamm ég gat bakað heila uppskrift af snúðum án þess að brjóta eða skemma eitthvað í eldhúsinu. Á það nefnilega til að brjóta hluti, bara óvart auðvitað, þegar ég þykist vera að elda í eldhúsinu.
En það er greinilegt að æfingin skapar meistarann!!!

Jæja,
Bakarinn kveður að sinni.

laugardagur, mars 25, 2006

Ekki seinna vænna en að byrja að læra textann...

Congratulations

Hey you, looking at me, I´m talking to you
I´m Silvia Night shining in the light ?
I know you want me too
Born in Reykjavik in a different league ? no damn eurotrashfreak
The vote is in, they say I win
To bad for all the others

So congratulations I have arrived
I´m Silvia Night and I´m shining so bright
Eurovision nation your dreams will come true
You´ve been waiting forever
For me to save you
Wham bam boom

My song´s totally cool no yesterday´s news
Really hot okay, really not too gay
I´m coming here to stay
Want a piece of me, listen carefully
You´ll be D.E.A.D.
So boys and girls around the world,
Let´s meet next year in Iceland

So congratulations I have arrived
I´m Silvia Night and I´m shining so bright
Eurovision nation your dream´s coming true
You´ve been waiting forever
For me to save you

(phone - conversation)
Hello is it god?
What?s up dog?
It´s your favourite person in the world Silvia Night
I´m saving the world
See you...bye

So congratulations I have arrived
I´m Silvia Night and I´m shining so bright
Eurovision nation your dreams will come true
You´ve been waiting forever
For me to save you
Wham bam boom

So congratulations I have arrived
I´m Silvia Night and I´m shining so bright
Eurovision nation your dreams will come true
Vote for your hero that´s what you must do
I love you
Lag: Silvía Nótt og Co
Góða skemmtun!!

þriðjudagur, mars 21, 2006

Helgin

Ég fór í ræktina á föstudagsmorgun, eldsnemma, og ákvað að lyfta hendur. Vá það er ekkert smá langt síðan að ég hef lyft. Komst að því að ég er komin á byrjunarstig aftur með vinstri hendina á mér. Veit ekki hvað málið er með hana, ég bara get ekki lyft neinu með henni. Var búin að ná henni svipaðri og hægri en svo var það fljótt að fara. Svo var verið að segja mér að lyfta bara léttari með vinstri. Held að það sé ekki nógu sniðugt því að þá næ ég örugglega aldrei hægri. Ekki það að ég sé eitthvað sterk ég er bara ógeðslega aum í vinstri. En ég var sem sagt að drepast í hendinni alla helgina.
Svo fór maður bara snemma að sofa á föstudagskvöldinu.

Á laugardaginn fór ég svo út að borða með Hildi systir, Hildi Ýr og Huldu (vorum að fagna því að hún ætti afmæli á mánudaginn). Fórum á Indian Mangó, get ekki sagt að þjónusta hafi verið sú besta sem ég hef fengið en maturinn bætti það upp þar sem mér fannst hann mjög góður. Þjóninn vissi voðalega lítið um starf sitt. Og svo þegar við vorum búnar að borða og stelpurnar að bíða eftir eftirréttinum (fengum samt aðalréttinn mjög seint), þá kemur þjóninn til okkar og segir, hver er með önd (segir þetta samt á ensku), og við lítum allar á hvor aðra og segjumst vera búnar að borða og að við værum nú bara að bíða eftir eftirréttinum, þá segir hann setningu sem toppaði kvöldið; Are you sure? It is realy good!!! Svo gekk hann voða ringlaður í burtu því að hann vissi greinilega ekkert hver átti að fá þennan mat. Og nóta bene það eru c.a. 6 borð inná þessum stað. En hann bjargaði kvöldinu hvað varðaði þjónustu með þessari snildar setningu. Algjört krútt!!

Svo þurfti ég að kveðja stelpurnar snemma því að ég var að fara í afmælið til hennar Herdísar. Rosa flott veisla hjá henni og mikið stuð. En stuðið dó eiginlega þegar haldið var í bæinn. Þvílíkar raðir sem voru allstaðar. Úff ekki nógu gaman þegar fólk er að þvælast svona fyrir manni ;) En ég dreif mig nú bara heim um 4 leitið.

Takk kærlega fyrir góðan laugardag :)

P.s var að setja inn nokkrar myndir frá því á laugardaginn.

fimmtudagur, mars 16, 2006

Það hlaut að koma að því!

Jamm það hlaut að koma að því að atburðir myndu lenda á sama degi. Er búin að vera voða sátt við það að seinustu 3 helgar hef ég farið í afmæli og ekkert hefur rekist á, en núna um helgina klikkar þetta eitthvað. Við ætlum að fara nokkrar úr vinnunni út að borða á laugó því að ein á afmæli og svo er hún Herdís að verða 25 ára á laugardaginn og er með veislu. Maður verður bara að púsla því saman. Fara út að borða og svo í afmælisveisluna, þetta reddast ;)
En ég er búin að komast að því að það eiga rosalega margir sem ég þekki afmæli í mars. Greinilega vinsæll mánuður!!!

Annars er ekkert að frétta af mér, nema að ég er að reyna á sjálfa mig og er byrjuð að mæta í ræktina á morgnanna áður en ég fer í vinnuna. Það er ekki eins erfitt og ég var búin að ímynda mér, þ.e.a.s. fyrir utan morguninn í morgun þar sem ég klikkaði á að mæta :s Miklu betra að vera búin að fara í ræktina og geta bara farið heim þegar maður er búin að skúra, í staðinn fyrir að vera alltaf með samviskubit yfir því að mæta ekki, því að það endar nú oftast þannig hjá mér :)

Svo erum við búnar að komast að því hvað það var sem leyndist í bleika pokanum sem var "falinn" fyrir utan vinnuna mína (við stelpurnar í vinnunni vorum búnar að koma með allskonar getgátur um það en við ætluðum samt ekkert að kíkja sjálfar) , jamm það var nú frekar fyndið. En ég segi kannski frá því seinna. En ef einhver var að fela bleikan poka með "dótinu" sínu þar, þá er búið að henda því.

Kveð að sinni,

Berglind spæjó!

fimmtudagur, mars 09, 2006

Heiða Björg 8 ára í dag.

Já hún Heiða Björg "litla" frænka er orðin 8 ára í dag. Úff hvað tíminn er ógeðslega fljótur að líða. Mér finnst nú ekki það langt síðan að hún kom í heiminn. Og líka þegar maður áttar sig á því hvað hún er orðin stór þá verður maður víst að viðurkenna það að maður er orðin frekar gamall. Jamm hún er nú orðin svo stór (hefur reyndar alltaf verið það) og hún minnir Hildi systur stundum á það að hún sé nú að verða eins stór og hún, sem er reyndar alveg rétt, Heiða Björg er algjör lengja.

Heiða Björg Vampíra. Tekið á öskudaginn. Hún lítur nú ekki alltaf svona vel út ;)


Hérna er hún eins og hún lítur oftast út ;)

En allavega til hamingju með afmælið Heiða Björg mín. Vonandi hefur þú átt góðan dag og ert ekki alveg komin með ógeð af afmælissöngnum eins og þú tjáðir mömmu þinni um í morgun ;)

Kveðja,

Berglind frænka :)

miðvikudagur, mars 08, 2006

Nokkrar staðreyndir

Þar sem það er víst alþjóðlegur baráttudagur kvenna í dag 8. mars, ákvað ég að skella þessu á bloggið mitt. Fékk þetta sent á maili áðan.

Nokkrar staðreyndir:

Konur og börn eru 80% flóttamanna heims
Konur vinna 2/3 hluta allra vinnustunda
Konur eiga þó aðeins 1% allra eigna í heiminum
Konur frá aðeins 10% heimstekna í sinn hlut
Konur framleiða og selja 2/3 hluta af fæðunni í heiminum
Þriðja hver kona verður á lífsleiðinni fórnarlamb kynbundis ofbeldis

Mér finnst þetta alveg svakalegar tölur, vissi að ástandið væri slæmt en ekki svona samt.

Baráttu kveðjur,
Berglind