Bakari???
Já svei mér þá hvað ég er á rangri hillu í lífinu, ég hefði átt að verða bakari. Sá það sko í gær þegar mín bakaði þessa ágætu ( þó ég segi nú sjá frá ;) ) snúða. Svona hollustusnúða. Fólkið heima tók ekkert alltof vel í það þegar ég sagðist ætla að baka en þau máttu nú éta það ofan í sig þegar þau fengu að smakka snúðana mína. Þeim fannst þeir bara góðir. Jamm ég gat bakað heila uppskrift af snúðum án þess að brjóta eða skemma eitthvað í eldhúsinu. Á það nefnilega til að brjóta hluti, bara óvart auðvitað, þegar ég þykist vera að elda í eldhúsinu.
En það er greinilegt að æfingin skapar meistarann!!!
Jæja,
Bakarinn kveður að sinni.
4 Comments:
Hey bakarína, þú verður endilega að fara að bjóða mér í kaffi, verð að fá að smakka á gúmmilaðinu ;) s.s. að hitta þig, fer að verða laangt síðan síðast! kveðja Auður M
Já það er rétt, ég verð bara að henda í eina uppskrift einn góðan veðurdag og bjóða þér. Ekki spurning.
Vá Berglind....það var bara verið að vekja mig aftur...féll í dá á gólfið þegar ég las þetta ;o) Af hverju kíktir þú ekki í heimsókn með nokkra snúða...
Kv. Sigurveig
Af því að þú býrð svo langt í burtu að snúðarnir hefðu verið orðnir gamlir þegar ég hefði komist þangað með þá.
Og líka þá á maður ekkert að fara með það sem maður er að baka, fólk á að koma í heimskón til þess að smakka ;)
Skrifa ummæli
<< Home