Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, mars 21, 2006

Helgin

Ég fór í ræktina á föstudagsmorgun, eldsnemma, og ákvað að lyfta hendur. Vá það er ekkert smá langt síðan að ég hef lyft. Komst að því að ég er komin á byrjunarstig aftur með vinstri hendina á mér. Veit ekki hvað málið er með hana, ég bara get ekki lyft neinu með henni. Var búin að ná henni svipaðri og hægri en svo var það fljótt að fara. Svo var verið að segja mér að lyfta bara léttari með vinstri. Held að það sé ekki nógu sniðugt því að þá næ ég örugglega aldrei hægri. Ekki það að ég sé eitthvað sterk ég er bara ógeðslega aum í vinstri. En ég var sem sagt að drepast í hendinni alla helgina.
Svo fór maður bara snemma að sofa á föstudagskvöldinu.

Á laugardaginn fór ég svo út að borða með Hildi systir, Hildi Ýr og Huldu (vorum að fagna því að hún ætti afmæli á mánudaginn). Fórum á Indian Mangó, get ekki sagt að þjónusta hafi verið sú besta sem ég hef fengið en maturinn bætti það upp þar sem mér fannst hann mjög góður. Þjóninn vissi voðalega lítið um starf sitt. Og svo þegar við vorum búnar að borða og stelpurnar að bíða eftir eftirréttinum (fengum samt aðalréttinn mjög seint), þá kemur þjóninn til okkar og segir, hver er með önd (segir þetta samt á ensku), og við lítum allar á hvor aðra og segjumst vera búnar að borða og að við værum nú bara að bíða eftir eftirréttinum, þá segir hann setningu sem toppaði kvöldið; Are you sure? It is realy good!!! Svo gekk hann voða ringlaður í burtu því að hann vissi greinilega ekkert hver átti að fá þennan mat. Og nóta bene það eru c.a. 6 borð inná þessum stað. En hann bjargaði kvöldinu hvað varðaði þjónustu með þessari snildar setningu. Algjört krútt!!

Svo þurfti ég að kveðja stelpurnar snemma því að ég var að fara í afmælið til hennar Herdísar. Rosa flott veisla hjá henni og mikið stuð. En stuðið dó eiginlega þegar haldið var í bæinn. Þvílíkar raðir sem voru allstaðar. Úff ekki nógu gaman þegar fólk er að þvælast svona fyrir manni ;) En ég dreif mig nú bara heim um 4 leitið.

Takk kærlega fyrir góðan laugardag :)

P.s var að setja inn nokkrar myndir frá því á laugardaginn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home