Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, mars 08, 2006

Nokkrar staðreyndir

Þar sem það er víst alþjóðlegur baráttudagur kvenna í dag 8. mars, ákvað ég að skella þessu á bloggið mitt. Fékk þetta sent á maili áðan.

Nokkrar staðreyndir:

Konur og börn eru 80% flóttamanna heims
Konur vinna 2/3 hluta allra vinnustunda
Konur eiga þó aðeins 1% allra eigna í heiminum
Konur frá aðeins 10% heimstekna í sinn hlut
Konur framleiða og selja 2/3 hluta af fæðunni í heiminum
Þriðja hver kona verður á lífsleiðinni fórnarlamb kynbundis ofbeldis

Mér finnst þetta alveg svakalegar tölur, vissi að ástandið væri slæmt en ekki svona samt.

Baráttu kveðjur,
Berglind

3 Comments:

At 1:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Berglind,

Já, þetta eru svakalegar tölur. Hvaðan hefur þú þær?

Vona að þú hafir það gott pæja!

Kv. Gunna

 
At 9:07 e.h., Blogger Berglind said...

Hæ, hæ Gunna.

Ég fékk þetta sent á maili frá henni Helgu okkar. En sú sem hún fékk þetta frá sá þetta á mbl og þau fengu þetta að mér skildist frá UNIFEM. Það er til íslensk síða með þessu sem er unifem.is en þetta kom samt af erlendri síðu sem ég man ekki akkúrat núna hver er, sennilega .com eða org.

Gaman að heyra í þér :)

Kveðja,
Berglind

 
At 11:51 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sæl Berglind mín,

Einmitt! Takk fyrir skjót svör. Mér finnst þetta mjög áhugaverðar pælingar. Ætla að kíkja betur á þetta.

Sjáumst vonandi bráðlega :0)

Kv. Gunna

 

Skrifa ummæli

<< Home