Það hlaut að koma að því!
Jamm það hlaut að koma að því að atburðir myndu lenda á sama degi. Er búin að vera voða sátt við það að seinustu 3 helgar hef ég farið í afmæli og ekkert hefur rekist á, en núna um helgina klikkar þetta eitthvað. Við ætlum að fara nokkrar úr vinnunni út að borða á laugó því að ein á afmæli og svo er hún Herdís að verða 25 ára á laugardaginn og er með veislu. Maður verður bara að púsla því saman. Fara út að borða og svo í afmælisveisluna, þetta reddast ;)
En ég er búin að komast að því að það eiga rosalega margir sem ég þekki afmæli í mars. Greinilega vinsæll mánuður!!!
Annars er ekkert að frétta af mér, nema að ég er að reyna á sjálfa mig og er byrjuð að mæta í ræktina á morgnanna áður en ég fer í vinnuna. Það er ekki eins erfitt og ég var búin að ímynda mér, þ.e.a.s. fyrir utan morguninn í morgun þar sem ég klikkaði á að mæta :s Miklu betra að vera búin að fara í ræktina og geta bara farið heim þegar maður er búin að skúra, í staðinn fyrir að vera alltaf með samviskubit yfir því að mæta ekki, því að það endar nú oftast þannig hjá mér :)
Svo erum við búnar að komast að því hvað það var sem leyndist í bleika pokanum sem var "falinn" fyrir utan vinnuna mína (við stelpurnar í vinnunni vorum búnar að koma með allskonar getgátur um það en við ætluðum samt ekkert að kíkja sjálfar) , jamm það var nú frekar fyndið. En ég segi kannski frá því seinna. En ef einhver var að fela bleikan poka með "dótinu" sínu þar, þá er búið að henda því.
Kveð að sinni,
Berglind spæjó!
2 Comments:
Hlakka til að sjá þig SNEMMA á morgun vinsæla pía:)
kv. Herdís
He, he, já hann var einmitt í þínum lit. Svona fallega bleikur.
Verst samt fyrir þig að tapa dótinu þínu ;)
Skrifa ummæli
<< Home