Vá hvað það var gaman og ég sé sko ekki eftir því að hafa farið. Mæli sko með þessu. Ég byrðjaði sem sagt laugardaginn snemma og vaknaði klukkan 7 þar sem ég átti eftir að pakka niður. Áætlað var að leggja af stað klukkan 9 en það seinkaði eitthvað smá.
Við vorum komnar um hálf 3 á staðinn en þurftum að bíða aðeins og horfði ég á eitthvað video sem var í gangi þarna og voru myndir af raftinginu, ég fékk alveg húnt í magann við að sjá þessar myndir. Klukkan hálf 5 var svo lagt af stað að Jökulsá Austari en það var um klukkutíma akstur. Eftir að hafa farið yfir öryggisatriðin og þegar búið var að teypa hálsinn á nokkrum var lagt af stað niður ánna. Við í stelpubátnum stóðum okkur mjög vel (allavega að mínu mati :)) en mikið rosalega var þetta erfitt. Úff. Þegar við vorum rétt hálfnuð komum við að svokölluðu green room eða græna herberginu og þar eru "öldurnar" það miklar að það fer bara einn bátur niður í einu og hinir fylgjast með á bakkanum á meðan. Þetta heitir græna herbergið því að það er mjög algengt að bátnum hvolfi þarna og þegar fólkið fer í kaf þá sér það bara grænt. Við sluppum sem betur fer þar en einum bátnum hvolfdi og að sjá hræðslu svipinn á fólkinu var maður svo feginn að hafa ekki hvolft.
Stuttu eftir þetta stoppuðum við og fengum vöfflur og heitt kakó. Eftir stoppið vorum við alveg vissar um það að það yrði reynt að hvolfa bátnum okkar og það reyndist vera rétt. Við fórum allar á bólakaf og ég var sko nær dauða en lífi þar. Mér var nú samt bjargað fljótlega í næsta bát, fjúkket!! Þó að þetta hafi verið mjög svo hræðileg tilfinning þá var þetta samt mjög gaman.
Við máttum svo hoppa fram af kletti þarna en ég ákvað að halda mér bara á jörðinni og fylgjast með hinum stökkva.
Ferðin endaði svo um hálf 11 og þá keyrðum við upp í bátaskýlið sem var í um hálftíma fjarlægð. Við vorum mjög svo bjartsýnar þar sem við ætluðum að fara á djammið þegar við kæmum á Akureyri sem var svo um klukkan hálf eitt. Hættum við það og fórum í rúmmið alveg búnar á því, ég var sko rangeygð af þreytu. Daginn eftir var ekki gott að vakna mér var svo illt í líkamanum að það var eins og mér hefði verið hent inní þvottavél og farið nokkra hringi (ekki það að ég hafi mikla reynslu á því hvernig sú tilfinning er en....).
Við kíktum svo í Jólahúsið á Akureyri og ég komst í þetta fína jólaskap, aldrei of snemmt að komast í það ;) Eftir það var farið að borða og svo brunað í bæinn þar sem ég átti stefnumót með honum Snoop Dogg. Ágætis tónleikar þar en hann hefði alveg mátt sleppa þessu klámmyndbandi þarna í byrjun.
Berglind raftari kveður að sinni.