Góðan daginn!!! Önnur skólavikan byrjuð og maður mætti bara hress í skólann. Ferðin á Apavatn var hin ágætasta, það er langt síðan að maður fór í svona ferð án þess að detta í það um kvöldið. En ferðin var mjög róleg og fín. Æfðum tvisvar á laugardeginum og þá í tvo tíma í senn. Þetta tók verulega á, ekki alveg vön að æfa tvisvar á dag. Svo fengum við grillkjöt og var spilað um kvöldið.
Ferðin byrjaði mjög vel, við lögðum af stað klukkan 8.15 og þegar við koma á Apavatn þá var dótinu hent inn í sumarbústaðina og brunað af stað á Laugarvatn því að æfingin byrjaði klukkan 10. En á leiðinni þá hljóp hrútur inn á veginn fyrir okkur og Lára flautaði á hann í von um að hann myndi fara af veginum eins og flestar eðlilegar rollur hefðu gert en nei hann bara hljóp á miðjum veginum þannig að við komumst ómögulega framhjá. Lára hélt áfram að bíba á hann en hann hljóp þá bara hraðar. Þar fékk hann nafnið Mr. Forest. En eftir smá stund þá ákváðum við það að það yrði sniðugast ef að Tinna myndi fara út og hlaupa á eftir rollunni, hún var ekki alveg til í það fyrst en loksins hoppaði hún út úr bílnum en hún átti sko enga mögluleika í Mr. Forest. Þannig að Tinna gafst fljótt upp og Baddý ákvað að reyna á jeppanum sínum, hún tók fram úr okkur og á svipnum að dæma þá ætlaði hún bara að keyra Mr. Forest niður. En henni tókst að fá hann útaf veginum og við komumst á æfingu. En Mr. Forest hljóp örugglega c.a. 1 km áður en hann fór af veginum. En þetta var frekar fyndið og það var bara verst að við höfðum ekki videóvél til að taka þetta upp.
Á sunnudeginum eftir að hafa borðað "hollan og góðan" morgunmat þá var farið í bæinn og svo skellt sér á úrslitaleikina í Reykjavík open um kvöldið. Ég var alveg sátt við úrslitin, flott lið sem vann :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home