Núna er svolítið stress í gangi, við eigum að skila skýrslu 3 á föstudaginn og vorum fyrst að fá svar frá leiðbeinandanum okkar núna í kvöld. Sem segir okkur að við höfum bara einn dag til að laga það sem laga þarf. En við vonum það besta.
Við vorum að keppa við FH áðan og gekk leikurinn bara mjög vel þar til fór að síga að seinni hluta í síðari hálfleik, þá höfðu þær betur og unnu okkur 31-28. Mér fannst samt að við hefðum átt að vinna.
Ég fór í heimsókn til lítils nýfæddan frænda í gær og hann er ekkert smá sætur. Hann kom í heiminn á laugardaginn.
Vei í dag keypti ég mér gleraugu, það sem það tekur á að finna sér gleraugu. Það fer mér nebla ekkert alltof vel að vera með gleraugu þannig að það tekur langann tíma fyrir mig að velja. Ég fór í gær og fékk þrenn gleraugu með mér heim. En ég gat ekki valið á milli þeirra og svo þegar að ég kom aftur í dag þá fann ég mér ein til viðbótar og því varð það ennþá erfiðarar. En ég er víst voðalega erfið stelpa ( kona). En ég sem sagt endaði ekki með nein af þeim gleraugum sem ég fór með heim heldur fann önnur í dag. Svo að ég er núna bara að bíða eftir því að þau verði tilbúin og að einhver fari til útlanda því að ég fæ þau í gegnum fríhöfnina. Mar er alltaf að spara. Hehehe. En svo ætla ég að skipta um gler í gömul gleraugunum svo að ég eigi til skiptanna. Það er svo gamann!!!!!!
En ég verð víst að minnast á hann frænda minn sem er staddur úti í Danmörku í námi, hann Hreiðar sem er að hans sögn sætasti og frábærasti frændi ever, einmitt :) Jú jú hann er alveg ágætur,hehehe. Hann var að skamma mig áðan fyrir að minnast ekki nógu oft á sig. Var samt ekki viss hvort að ég ætti að gera það því að hann er alltaf að stríða mér og hann gat strítt mér í gegnum msnið með því að setja út á myndina sem ég er með á msninu mínu. Sagði að ég væri eitthvað hálf skáeygð á myndinni. held ekki!!!
En ég er farin að gera eitthvað að viti.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home