Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, september 10, 2003

Haldið þið ekki að þær HR stöllur séu á leiðinni til Danmörku í fyrramálið og ætla að skella sér á Stuðmanna tónleikanna. Nokkuð gaman það. Góða ferð og góða skemmtun stelpur.

Talandi um að myndast ekki vel. Það kom einhver karl uppí íþróttahúsið í Grafarvogi á laugardaginn og tók myndir af öllum stelpunum í liðinu. En svo fékk ég skilaboð í gær um að mæta fyrr á æfingu vegna þess að myndirnar misheppnuðust eitthvað og það þurfti að gera aðra tilraun. OK ég hélt að þær hefðu allar fengið þessi skilaboð en svo var víst ekki. Það voru bara nokkrar sem áttu að fara í myndatöku aftur og þar á meðal ég. Hehehe ég myndast sum sé ekki vel. Samt algjör óþarfi að taka aðra, því ég efast um að hún verði skárri.

En ég þarf að fara að huga að svefni, þarf að vakna fyrr en vanalega í fyrrámálið því að við erum að fara í heimsókn í Íslandsbanka og eigum við að mæta klukkan átta sem er alveg korteri fyrr en vanalega og því þarf ég að skipuleggja vaknitímann uppá nýtt :)
En svo vonandi á morgun fer ég að sjá betur því að ég er að fara til augnlæknis, hef ekki farið til hans í meira en 3 ár þannig að mér fannst tími til kominn að fara. Og Beta ég lofa að hætta að spyrja þig hvað kennarinn er að skrifa á töflunna :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home