Það gekk ekkert alltof vel á Reykjavík open en þetta hlýtur að koma. Maður sá mun frá leiki til leiks eða hvernig maður orðar það nú. Ég spilaði sem sagt ekki neitt um helgina þar sem að puttinn á mér var í algjöru hönki. Ég fór sko niður á heilsugæslustöð á föstudaginn því að það var svo mikill verkur. Læknirinn þar sendi mig niður á slysó því að hún hélt að ég væri með brotinn fingur. En svo reyndist ekki og ég var þar í heillangan tíma og fór í myndatöku og allt fyrir eitthvað sem að ég hefði getað gert sjálf, það er að segja teypað puttann.
En svo var farið að djamma á laugardaginn. Byrjaði hjá henni Berglindi Báru þar sem við vinkonurnar hittumst og borðuðum saman. Svo fór ég yfir til hennar Baddýar í handboltapartý. Það var gaman að vanda og fór allt liðið ( eða flestar ) á Hverfisbarinn. Þar voru þær allar hálf klikkaðar á dansgólfinu og náði ein að klæða einn strák úr að ofan. Nokkuð gott hjá henni. Hehehehehe. Flott Eygló!!!!
En ég ætla að fara að taka mig til fyrir æfingu!!!
Vonandi fer puttinn ekkert að angra mann.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home