Hér bloggar Berglind of Wales

mánudagur, febrúar 17, 2003

Helgin, já hún var fín. Fór á handboltaleik á föstudaginn og mínir menn unnu. Svo fór ég á stefnumót með honum Atla og henni Helgu og við horfðum á djúpu laugina. Eftir hana fór ég heim en þau kíktu í bæinn. Skrýtið þegar að fólk spurði mig hvað ég ætlaði að fara að gera um kvöldið og ég sagðist vera að fara á stefnumót þá trúði mér bara enginn, skil ekki afhverju. Það er ekki eins og það sé eitthvað skrýtið að ég fari á stefnumót!!!!!!!

Á laugardaginn fór ég á Salatbar Eika og mér leist bara mjög vel á þann stað, ég hef sko aldrei farið þangað. Við hittumst við stelpurnar í liðinu þar því að við vorum svo að fara að keppa við KA/Þór seinna um daginn, tek það fram að við unnum, hehehe. Svo var eitt svolítið fyndið sem að stóð í Fréttablaðinu. Það stóð: Leikir í Fylkishöllinni. Fylkir mætir ÍR í fyrstu deild karla og KA tekur á móti Þór í kvennadeildinni. Báðir leikirnir eru í Fylkishöllinni og hefst fyrri leikurinn klukkann 16.00. En það var nú bara þannig að það var Fylkir/ÍR sem að tók á móti KA/Þór!!!!!! Ótrúlegir þessir blaðamenn, alltaf með allt á hreinu :)
Já svo um kvöldið þá hélt Andrea evróvision partý og þar var mikið fjör og mikið gaman. En ég verð að segja eins og hún Kristín, hver vissi ekki að hún Birgitta myndi vinna!!
Úr partýinu var farið niður í bæ og inná Sólon og þar voru nokkur dansspor tekin. Svo var farið þaðan á Þjóðleikhúskjallarann, jibbí. Svo fór mín bara heim alveg búin í fótunum.

Svo á sunnudaginn fór ég að hjálpa henni Berglindi að gera sig fína því að hún var að fara á árshátíð. Og í gærkveldi þá fór ég að passa frænku mína í smá stund en hún var ekki nógu ánægð með mig þar sem að ég vildi ekki búa til tjald handa hana henni. Tja, mér fannst nú alveg nóg að hafa farið í Barbie með henni!!!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home