Hér bloggar Berglind of Wales

mánudagur, febrúar 24, 2003

Ég veit ég sagðist ekki ætla að skrifa neitt fyrr en eftir bútapróf en þar sem að það er mikill merkisdagur í dag þá ákvað ég að skrifa nokkrar línur. Það er nefninlega þannig að hún móðir mín á afmæli í dag, hún er orðin alveg 50 ára ( en mér finnst hún sko ekki líta út fyrir að vera deginum eldri en tvítug!!! :) ). Mamma til hamingju með afmælið :) Þeir sem vilja óska henni til hamingju með afmælið geta annað hvort hringt í hana eða þá bara skrifað í shout outið hjá mér og ég skal koma þeim til skila.
En ég er búin að borða SVO mikið um helgina af kökum og svoleiðis gotteríi að hálfa væri meira en nóg. Og svo eru náttúrulega bútapróf og þá borðar maður ekki neitt heilsusamlegt og plús það að ég er ekki búin að fara á æfingu í næstum því viku og fer ekkert í þessari, púfff!!!!! Þannig að það verður bara aðhald eftir bútaprófin.
En seinna..........

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home