Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, febrúar 07, 2003

Díses kræst, ég var að horfa á piparsveininn í gær og ég á bara ekki til orð yfir þessu öllu saman. HA!! Hverjar eru líkurnar á því að allar kellingarnar þarna falli fyrir honum og halda næstu því að þær get ekki lifað án hans!! Og fyrir utan það að hann er ekkert svo æðislegur og er búinn að slefa upp í allar stelpurnar og þær vita af því, tja hvurslags, hvurslags. En ég er svo fegin að hún Christy eða hvað hún heitir hún þarna ungfrú Ohio ( ætti ferkar að vera ungfrú grenjuskjóða ) sé farin, hún var bara leiðinleg.
Já svo horfði ég á heimildarmyndina um hann Michel Jackson (kann ekki alveg að skrifa nafnið hans, úppps). Ég verð nú bara að segja að ég vorkenni honum svolítið mikið. Hann er maður sem að lifir í bullandi sjálfsblekkingu, "ég hef aldrei farið í lítaaðgerð" einmitt þess vegna lítur hann svona út eins og hann er.
Tja... en nóg um mitt sjó(r)nvarpsgláp, ég ákvað bara að vera góð og samviskusöm stelpa og fara ekkert á þetta bjórkvöld í kvöld, ég skellti mér bara á handboltaleik í staðinn, sem að var frekar leiðinlegur en mínir menn unnu samt og það er fyrir öllu. Svo er maður bara að fara að skreppa til Eyja á morgun og spila einn leik og svo aftur heim, gaman, gaman.
Enn seinna!!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home