Jæja þá eru prófin búin í bili. Gekk ekkert alltof vel en það verður bara að hafa það. Ég get ekkert breytt því. Ég var samt að pæla að fara aftur upp í skóla þegar að ég var komin heim þegar að ég fattaði eina aula villu sem ég gerði í prófinu. En fyrir einhverja ástæðu var mér sagt að það myndi bara ekki ganga, skil ekki afhverju, hummmmmm?
Ég keypti mér líka nýjar buxur og nýja skó í gær, ( eða reyndar var það hún Hildur systir sem að keypti það fyrir mig og hún meira að segja borgaði það og allt!!! En ég þarf væntanlega að borga henni til baka ) þetta eru svona Kína skór og svona Kína kúkalabbabuxur. Það er alltaf gaman að eignast ný föt :)
Það eru allir að fara í þessa líka þvílíku vísindaferð að mig minnir í Búnaðarbankann. Bekkurinn minn fer og einhverjir busar úr SR1. Svo eftir hana er ferðinni heitið á Astró hjá flestum og eftir það skyldist mér að fólk ætlaði að kíkja á Prikið. Sem sagt mikið djamm á fólkinu og hver veit nema maður fari og kíki á fólkið seinna um kvöldið, það er að segja ef að það verður ekki farið heim!!!!!!
En ég fer ekki í vísindaferðina eins og vanalega því að ég er að fara á æfingu. :( Svona er þetta maður verður alltaf að fórna einhverju. En svo er ég líka að fara í afmæli til mömmu minnar sem er reyndar bara heima hjá mér en ég er samt að fara í það :) Það verður örugglega fjör þar.
Líka það sem að maður getur verið vinsæll á sama tíma, ha!!! Nei ég segi bara svona. Er nefninlega að fara í tvö afmæli á morgun. Eitt eins árs afmæli hjá honum Benedikt vini mínum að deginum til. Hann á sko afmæli á morgun. Og svo um kvöldið fer ég til hennar Írisar vinkonu en hún er að verða 22 á sunnudaginn.