Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, ágúst 31, 2008

Hitt og þetta

Jæja núna er maður loksins að jafna sig eftir að hafa hlaupið 10 km og því skrifa ég fyrst núna. Nei, nei ég segi svona, mér tókst sem sagt að komast í mark og var bara nokkuð sátt með sjálfa mig, miðað við að vera engin langhlaupari og í sama sem engu formi. Og takk allir sem heituðu á mig ég náði að safna 16.000 sem er bara mjög gott.
Ég ásamt stelpum úr vinnunni eftir hlaupið

Hildur og Heiða Björg búnar á því eftir hlauðið sitt. Þær stóðu sig rosalega vel í hlaupinu.

Fór svo með Herdísi, Gunnar og Helgu á tónleikana á Miklatúni, sá að vísu bara eina hljómsveit, NýDönsk sem var nokkuð góð.

Helga, Herdís og Gunnar á Miklatúni
NýDönsk að spila
Röltum svo niður að Sæbraut og horfðum á flugeldana og fór maður bara heim að sofa, ji maður er orðinn ekkert smá gamall var sko ekki að nenna að djamma á menningarnótt enda þurfti maður snemma á fætur til þess að sjá leikinn.

Herdís og Gunnar að bíða eftir flugeldasýningunni

Ég, ungfrú undirhaka og Herdís eftir flugeldasýninguna

Fór einmitt niður í bæ til að "taka á móti" strákunum okkar, þvílík stemmning, ég var alltaf að bíða eftir kjánahrollinum, hann kom í smá stund en svo var það bara farið og maður datt bara inní stemmninguna sem var á staðnum og hrikalega var maður stoltur!!

Heiða Björg að bíða eftir að strákarnir mættu á staðinn
Strákarnir komnir og tilbúnir að leggja af stað.Þvílíka stemmningin svo á Arnarhóli, og enginn smá fjöldi af fólki.


Annars er ég bara að tapa mér í kaupum í íbúðina mína, fór í gær og keypti mér sjónvarpsskeink eða hvað það nú heitir. Mér finnst hann bara voðalega flottur hjá mér, er að vísu ekki búin að setja sjónvarpið á hann, hann er bara fyrir framan gamla skeinkinn, en það flotta við hann er að það eru ljós í honum. Alveg að gera sig.
Ákvað að setja myndir inn með fæsrlunum því að ég nenni ekki núna að setja þær inná myndasíðuna, jáhá, letin alveg að drepa mann.
Jæja hef þetta nóg í bili.

fimmtudagur, ágúst 21, 2008

Áfram Ísland

Áfram Ísland!! Djöfull eru þeir að standa sig strákarnir okkar. Ekkert smá gaman að horfa á þá og alveg þess virði að vakna eldsnemma til þess að fylgjast með þeim. En ég verð samt að viðurkenna eitt, ég skil bara ekkert hvert Ólafur Stefánsson er stundum að fara þegar hann er að tala. Hann er bara aðeins of djúpur fyrir mig.

Annars er ég búin að vera í stökustu vandræðum, ætlaði að taka þátt í Glitnis maraþonninu, í byrjun sumar hafði ég hugsað mér að hlaupa 10. km en svo þar sem ég hef ekki hreyft mig í allt sumar var ég eiginlega bara hætt við og ætlaði að hlaupa 3 km. Svo nefndi ég það þegar verið var að íta að mér að taka þátt hvað ég ætlaði að hlaupa “stutt” þá fékk ég bara komment hægri, vinstri. Það er nú bara 3.000 kall!!! Og því er ég búin að vera að vandræðast með það að ég verði nú að hlaupa allavega 10 km og ég sem hef aldrei verið neitt sérlega sterk í langhlaupum, dó næstum þegar ég tók þátt fyrir nokkrum árum og hljóp 3 km. En svo ákvað ég mig að ég skildi hlaupa 10 km og þá labba ég bara ef ég er alveg að gefast upp. Maður getur eiginlega ekki annað þar sem manni gefst kostur á að styrkja það málefni sem manni langar til þess að styrkja. Ég ákvað því að styrkja MND félagið. Þeir sem vilja heita á mig er velkomið að gera það. Þið þurfið bara að fara inná þessa síðu: http://www.marathon.is/index.php?option=com_wrapper&view=wrapper&Itemid=153&lang=is og finna mig og segja hvað þið viljið heita miklu á mig. Margt smátt gerir eitt stórt. Er það ekki??

Annars er allt farið að hafa sinn vanagang, byrjuð í vinnunni og svona. Var bara í því að leita mér að borðstofuborði seinni vikuna í fríinu og það tókst. Loksins eftir að hafa verið að “leita” í tæplega ár. En stólarnir eru ekki komnir, fer í þann leiðangur seinna. Fór í brúðkaup á laugardaginn þar sem Viðar frændi og Jóhanna voru að gifta sig. Rosalega flott allt saman hjá þeim.

Hef þetta gott í bili.

laugardagur, ágúst 09, 2008

Þegar ég var módel

Jæja þá er maður komin frá Húsavík, reyndar komum við á fimmudaginn. Áttum þar góðan tíma sem einkenndist af afslöppun og áti en ef ég fer að velta því fyrir mér þá er það ekki mikil afslöppun á éta út í eitt en hvað um það. Þegar við vorum hjá ömmu þá fór ég að skoða myndir sem amma átti, var athuga hvort að hún ætti nú ekki einhverjar af honum pabba þegar hann var lítill en hún á voðalega fáar myndir.

En í búnkanum leyndist mynd af mér sem hafði verið í auglýsingu fyrir eina ljósmyndastofu. Heiðu Björg fannst eitthvað skrítið við það að það hafði verið sett mynd af mér í blöðin og spurði afhverju myndin af mér hafi verið í blaðinu. Ég var nú ekki lengi að svara því: Því að ég þótti svo fallegt barn!! Enn ekki hvað? Hún var nú ekki að trúa því og spurði: Nei í alvöru, afhverju var mynd af þér. Ég sagði bara aftur því að ég þótti svo fallegt barn, en hún keypti það ekki og því varð ég að hringja í mömmu (ömmu hennar) og láta hana segja henni það. Mamma dró nú eitthvað úr þessu og sagðist nú ekki vita hvers vegna, sennilega því að þetta þótti góð mynd. Hahaha, mér fannst samt best að Heiða Björg var ekki að trúa því að ég þótti fallegt barn, sem var bara bull í mér. Maður má nú ekki einu sinni lifa í voninni um það að maður þótti sætur þegar maður var lítill.


Flotta auglýsingin.En það sem mér fannst best var auglýsingin sjálf, veit ekki hvort að það sjáist á myndinni, en þetta var Febrúartilboð og alveg 1.000 króna afsláttur og því var heildarverð fyrir 12 myndir plús eina stækkun 1.480 krónur, já einmitt, maður fengi svona myndatöku fyrir þennan pening í dag. Hugsa að þetta kosti frá 30.000 til 50.000 í dag. En svo fór ég að velta því fyrir mér ætli ég hafi ekki fengið neitt greitt fyrir þetta, humm, mamma og pabbi, hvar eru launin mín fyrir þetta???

Horfði svo á setningarathöfn Ólympíuleikanna í gær og vá hvað þetta var flott hjá Kínverjunum. Enginn smá agi þar á ferð. Ég var reyndar alveg að gefast upp að bíða eftir íslendingunum en þeir komu inn rétt áður en ég slökkti á imbanum.

Svo fór ég og pabbi að ganga meðfram Jökulsá í Fljótsdal og tók það okkur 4 tíma og ég er svo búin á því núna. Gengum upp meðfram fjallinu og það er ekkert sérlega gott að ganga þar í halla á hlaupaskóm enda eru fæturinur á mér eftir því núna, öll í blöðrum og hælsæri, mjög fallegt. Við fórum ekki auðveldustu leiðina og "týndumst" í skóginum sem var þar einhvern hluta leiðarinnar, mér ekki til mikilla ánægju, var alveg með hroll því að ég var viss um að það væru kóngulær á mér eða einhverjar trjápöddur. En maður var alveg sáttur með sig þegar maður komst á leiðarenda. Mamma og Heiða Björg komu og sóttu okkur.


Komin svolítið áleiðis, sirka helming.

Sést kannski ekki á myndinni en það var svolítið bratt þarna, allavega átti ég erfitt með að ganga sumstaðar sökum lofthræðslu.

Göngugarparnir að komast á leiðarenda. Sátt með sig.Svo þarf ég að fara að henda inn nokkrum myndum, geri það kannski á eftir ef ég nenni. Svo er planið að horfa á handboltann í nótt. Sé til hvort að ég nái að vaka svo lengi eða þá að vakna þegar hann er.

Berglind kveður frá Egilsstöðum.

þriðjudagur, ágúst 05, 2008

Fríið mitt so far

Jæja þá er maður búin að vera í fríi í einn dag, sko vinnulega séð. Bara búin að hafa það fínt. Flaug eldsnemma á laugardeginu á Egilsstaði og hér er ég ennþá. Kíkti á Neistaflug á Neskaupsstað, ekki mikið um að vera þar, nokkrar hræður en fínt að kíkja eitthvað aðeins út fyrir Egilsstaði.
Sunnudagurinn var svo tekinn í heljarinnar rúnt. Fórum að Dettifossi þaðan í Ásbyrgi (einn af mínum uppáhaldsstöðum), kíktum í Hljóðakletta hef aldrei farið þangað og svo kíktum við á bakaleiðinni hinum meginn við Dettifoss og kíktum því á Selfoss í leiðinni. Keyrðu lengstu 8 km sem ég hef keyrt lengi, ekkert smá lélegur vegurinn þarna sem samt gaman að hafa komið þangað.
Svo er stefnan tekin á Húsavík á morgun og kannski gista eina nótt hjá ömmu, Heiða Björg er með mér í för og því ætti mér ekki að leiðast ein á leiðinni. Einu áhyggjurnar sem ég hef er að eiga eftir að éta yfir mig, því að maður kemst ekki upp með neitt annað en ég éta hjá henni ömmu minni.

Læt hér fylgja nokkrar myndir af ferðalaginu okkar seinustu daga.

Pabbi og Heiða Björg hress á Neistaflugi.


Dettifoss.


Heiða Björg og ég við Dettifoss.


Heiða Björg módelið mitt við Botnstjörn í Ásbyrgi.

Tekið yfir tjörnina.


Horft yfir Ásbyrgi.
Krikjan, að ég held í Hljóðaklettum.


Dettifoss, tekið hinum megin frá.

Heiða Björg og pabbi við Selfoss.

föstudagur, ágúst 01, 2008

Á leiðinni til Egilsstaða

Jæja ákvað að taka mér 2 vikna frí og er ferðinni fyrst heitið til Egilsstaða, þarf að vakna eldsnemma í fyrramálið og taka vél til Egilsstað, já fríið byrjar vel, get ekki einu sinni sofið út. Verð að segja að mig var farið að langa alveg svakaleg á þjóðhátíð núna, 2 í vinnunni voru að fara eða eru farnar, man bara hvað það var ógeðslega gaman þarna, jafnvel þó að eina hátíðina hafi verið vibbalegt veður, en ég verð bara að fara seinna.
Annars er vika 2 alveg óákveðin verð í viku hjá mömmu og pabba en svo verð ég sennilega bara í tjillinu.
Er svo byrjuð í Boot Camp og fór á byrjendanámskeið og hélt að það yrði frekar létt. Já, já byrjuðum að hlaupa úti sem er alveg mitt uppáhalds eða þannig. Ég var seinust, sem er náttúrulega bara glatað. Sver það ég kann ekki að hlaupa, er að vísu með lélegt þol en ég er einhvern veginn alltaf á sama staðnum, að mér finnst. Er búin að fara í 2 tíma og skrokkurinn á mér er ekki góður í dag, harðsperrur allsstaðar. Missi af 2 tímum í næstu viku og er svolítið hrædd um að ég verði þá mjög mikið á eftir. En það verður bara að koma í ljós.

Jæja best að pakka ofan í tösku.