Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, ágúst 05, 2008

Fríið mitt so far

Jæja þá er maður búin að vera í fríi í einn dag, sko vinnulega séð. Bara búin að hafa það fínt. Flaug eldsnemma á laugardeginu á Egilsstaði og hér er ég ennþá. Kíkti á Neistaflug á Neskaupsstað, ekki mikið um að vera þar, nokkrar hræður en fínt að kíkja eitthvað aðeins út fyrir Egilsstaði.
Sunnudagurinn var svo tekinn í heljarinnar rúnt. Fórum að Dettifossi þaðan í Ásbyrgi (einn af mínum uppáhaldsstöðum), kíktum í Hljóðakletta hef aldrei farið þangað og svo kíktum við á bakaleiðinni hinum meginn við Dettifoss og kíktum því á Selfoss í leiðinni. Keyrðu lengstu 8 km sem ég hef keyrt lengi, ekkert smá lélegur vegurinn þarna sem samt gaman að hafa komið þangað.
Svo er stefnan tekin á Húsavík á morgun og kannski gista eina nótt hjá ömmu, Heiða Björg er með mér í för og því ætti mér ekki að leiðast ein á leiðinni. Einu áhyggjurnar sem ég hef er að eiga eftir að éta yfir mig, því að maður kemst ekki upp með neitt annað en ég éta hjá henni ömmu minni.

Læt hér fylgja nokkrar myndir af ferðalaginu okkar seinustu daga.

Pabbi og Heiða Björg hress á Neistaflugi.


Dettifoss.


Heiða Björg og ég við Dettifoss.


Heiða Björg módelið mitt við Botnstjörn í Ásbyrgi.

Tekið yfir tjörnina.


Horft yfir Ásbyrgi.
Krikjan, að ég held í Hljóðaklettum.


Dettifoss, tekið hinum megin frá.

Heiða Björg og pabbi við Selfoss.

2 Comments:

At 10:33 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Bíddu á ekkert að segja frá hipp og kúl fólkinu sem þú hittir á Neistaflugi?

Hafðu það annars sem best í fríinu ;o)

BBS

 
At 7:59 e.h., Blogger Berglind said...

Guð ég biðst forláts, þetta mun sko ekki endurtaka sig að ég gleymi aðalfólkinu.

 

Skrifa ummæli

<< Home