Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, ágúst 31, 2008

Hitt og þetta

Jæja núna er maður loksins að jafna sig eftir að hafa hlaupið 10 km og því skrifa ég fyrst núna. Nei, nei ég segi svona, mér tókst sem sagt að komast í mark og var bara nokkuð sátt með sjálfa mig, miðað við að vera engin langhlaupari og í sama sem engu formi. Og takk allir sem heituðu á mig ég náði að safna 16.000 sem er bara mjög gott.
Ég ásamt stelpum úr vinnunni eftir hlaupið

Hildur og Heiða Björg búnar á því eftir hlauðið sitt. Þær stóðu sig rosalega vel í hlaupinu.

Fór svo með Herdísi, Gunnar og Helgu á tónleikana á Miklatúni, sá að vísu bara eina hljómsveit, NýDönsk sem var nokkuð góð.

Helga, Herdís og Gunnar á Miklatúni
NýDönsk að spila
Röltum svo niður að Sæbraut og horfðum á flugeldana og fór maður bara heim að sofa, ji maður er orðinn ekkert smá gamall var sko ekki að nenna að djamma á menningarnótt enda þurfti maður snemma á fætur til þess að sjá leikinn.

Herdís og Gunnar að bíða eftir flugeldasýningunni

Ég, ungfrú undirhaka og Herdís eftir flugeldasýninguna

Fór einmitt niður í bæ til að "taka á móti" strákunum okkar, þvílík stemmning, ég var alltaf að bíða eftir kjánahrollinum, hann kom í smá stund en svo var það bara farið og maður datt bara inní stemmninguna sem var á staðnum og hrikalega var maður stoltur!!

Heiða Björg að bíða eftir að strákarnir mættu á staðinn
Strákarnir komnir og tilbúnir að leggja af stað.Þvílíka stemmningin svo á Arnarhóli, og enginn smá fjöldi af fólki.


Annars er ég bara að tapa mér í kaupum í íbúðina mína, fór í gær og keypti mér sjónvarpsskeink eða hvað það nú heitir. Mér finnst hann bara voðalega flottur hjá mér, er að vísu ekki búin að setja sjónvarpið á hann, hann er bara fyrir framan gamla skeinkinn, en það flotta við hann er að það eru ljós í honum. Alveg að gera sig.
Ákvað að setja myndir inn með fæsrlunum því að ég nenni ekki núna að setja þær inná myndasíðuna, jáhá, letin alveg að drepa mann.
Jæja hef þetta nóg í bili.

2 Comments:

At 3:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hellú hellú! Já þá varst ekkert smá öflug að hlaupa 10 km...ég SKAL koma með næst sko! hihi en já það var gaman á tónleikunum...sammála hefði verið til í að sjá fleiri hljómsveitir- gasalega tökum við okkur vel út með "skvísuhúfurnar"!!!! já og mikið var gaman að vera viðstaddur og taka á móti "strákunum okkar" um daginn- þvílík hátíð!
Heyrumst svo vonandi fljótlega :)
kv. Herdís

 
At 10:25 e.h., Blogger Berglind said...

Já ekki spurning Herdís þú hefur núna ár til að æfa þig. Þó svo að ég efast um að þú þurfir eitthvað að æfa þig þar sem þú hefur alltaf verið svoddan hlaupakona.

Og já við erum náttúrulega megapæjur með þessar húfur okkar ekki spurning ;)

Já verður að fara að gera eitthvað saman.

 

Skrifa ummæli

<< Home