Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, ágúst 01, 2008

Á leiðinni til Egilsstaða

Jæja ákvað að taka mér 2 vikna frí og er ferðinni fyrst heitið til Egilsstaða, þarf að vakna eldsnemma í fyrramálið og taka vél til Egilsstað, já fríið byrjar vel, get ekki einu sinni sofið út. Verð að segja að mig var farið að langa alveg svakaleg á þjóðhátíð núna, 2 í vinnunni voru að fara eða eru farnar, man bara hvað það var ógeðslega gaman þarna, jafnvel þó að eina hátíðina hafi verið vibbalegt veður, en ég verð bara að fara seinna.
Annars er vika 2 alveg óákveðin verð í viku hjá mömmu og pabba en svo verð ég sennilega bara í tjillinu.
Er svo byrjuð í Boot Camp og fór á byrjendanámskeið og hélt að það yrði frekar létt. Já, já byrjuðum að hlaupa úti sem er alveg mitt uppáhalds eða þannig. Ég var seinust, sem er náttúrulega bara glatað. Sver það ég kann ekki að hlaupa, er að vísu með lélegt þol en ég er einhvern veginn alltaf á sama staðnum, að mér finnst. Er búin að fara í 2 tíma og skrokkurinn á mér er ekki góður í dag, harðsperrur allsstaðar. Missi af 2 tímum í næstu viku og er svolítið hrædd um að ég verði þá mjög mikið á eftir. En það verður bara að koma í ljós.

Jæja best að pakka ofan í tösku.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home