Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, maí 14, 2008

Vitleysingja mynd

Skellti mér í bíó í gær með Helgu þar sem hún fékk boðsmiða á myndina Harold & Kumar. Þetta er ein sú mesta vitleysismynd sem ég hef farið á. Algjört bull og finnst mér merkilegt að það sé hægt að gera heila mynd úr kúk, piss og prump húmor, ásamt meiri dónó húmor. En ég viðurkenni það ég hló eiginlega allan tímann, enda finnst mér kúk, piss og prump brandarar ennþá fyndnir. Já maður er svona þroskaður. En ég mæli ekki með að fólk fari í bíó á þessa mynd, heldur bíði bara eftir því að sjá hana í sjónvapinu.

Annars er maður bara smá svekktur yfir því að hafa misst af góða veðrinu í dag. Vann til sex og ákvað svo að fara inn í spinning. En ég er svo sem ánægð að hafa farið núna þó svo að ég hefði alveg verið til í það að fara kannski út að ganga eða hlaupa til að ná mér í smá brúnku.

Svo er stefnan tekin á Esjuna á laugardaginn ef veður verður gott. Krossum fingur að svo verði því að þá á mér eftir að finnast ég ekkert smá dugleg!

laugardagur, maí 10, 2008

Komin úr skemmtilegum leiðangri

Jæja það hafðist loksins, ég fór í flísabúðir með Hildi systur áðan. Þarf að finna mér flísar því að næst þegar pabbi kemur í bæinn var planið hjá honum að flísaleggja forstofuna. Mikið svakalega finnst mér þetta ekki gaman, ég er með svo mikinn valkvíða að það hálfa væri nóg. En ég var samt búin að ákveða það að ég vildi ekki ljósar flísar þannig að það þrengdi hringinn að eins. Svo þegar ég var búin að finna nokkrar til að fá lánaðar heim fékk ég þessa snildar hugmynd (að mér fannst), hvernig væri það nú að setja bara steinteppi á golfið?? Það var því ákveðið að í næstu viku mun maður koma og kanna forstofuna og ég að kíkja á úrvalið hjá honum. Ég fékk samt flísar með heim til að vera búin að velja ef hitt klikkar. En einhvern hluta vegna heillast ég alltaf af dýrasta hlutnum, alveg óþolandi.
Merkilegt hvað ég hef ekkert verið að pirra mig á því að það sé ekki búið að flísaleggja. Pabbi var sem sagt að segja mér hvað ég þyrfti að kaupa með, eitthvað lím og fúu og sennilega eitthvað annað efni (man ekki hvað) því að gólfið væri lakkað með einhverjum grunni. En ég og Hildur vorum nú alveg vissar um það að það væri sko engin grunnmálning á gólfinu. Svo þegar ég kem heim, þá sé ég það að gólfið er víst með einhverju lakki á!! Greinilegt að ég hef mikinn áhuga á þessu eða þannig, þar sem ég geng þarna nokkrum sinnum á dag og tók ekkert eftir því hvernig þetta er.

Svo vantar mig bara borðstofuborð. Ef einhver veit um flott borðstofuborð, helst ferkantað mán hann endilega segja mér hvar það er að finna. Er reyndar búin að finna eitt í nýju uppáhalds búðinni minni Salt félaginu en það er heldur of dýrt fyrir mig. Fann einmitt ljósakrónuna við sem var aðeins helmingi dýrari en borðið. Kostaði ekki nema 610.000 ISK. Úfff ég svitna bara við að hugsa um það hvað þetta er dýrt.

En jæja hef þetta nóg í bili, ætla svo að skella mér í hvítasunnu-grill-mohito-vor partý hjá henni Önnu á morgun. Þetta er svona frænkuhittings djamm. Verður sennilega BARA gaman.

Góða hvítasunnu-helgi.

sunnudagur, maí 04, 2008

Long time, none......

Jæja, ég er orðin ekkert smá léleg í þessu bloggeríi. Það er svo lítið sem gerist í mínu lífi þessa dagana og því lítið um að skrifa.

En þetta er það sem ég er búin að gera síðan síðast:  • Fór á Egilsstaði um páskana, lá í leti, kíki til Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Neskaupstaðar og Seyðisfjarðar. Á heimleið festumst við í snjó en náðum að losa okkur og halda áfram eftir um klukkutíma töf.

  • Mamma og ég skelltum okkur til New York, ég er ekkert smá hrifin af þessari borg og gæti alveg hugsað mér að búa þar í einhvern tíma. Gengum af okkur fæturnar eða ég, ég verð víst alltaf svo skrítin í fótunum, er að drepast í hælnum og byrjar að kæja í hann en þetta var alveg þess virði, náðum að skoða marga staði í New York. Næst þegar ég fer þá verð ég bara neðar í New York, gott að taka svona hluta og hluta í hverri ferð og skoða vel.

  • Fór á ársfangað Glitnis, ekkert smá flott, standandi veisla þar sem maturinn var ýmist hamborgari, rif, franskar eða ýmiss konar sukk matur, svona ekta á leið heim eftir djamm matur. Svo var karnival stemning þannig að það var margt að sjá.


  • Svo komst ég að því að ég á alveg rosalega góða granna. Fór einn laugardaginn niður í bílskýli því að ég var að fara á bílnum mínum og var þá ekki bara búið að þrífa bílinn minn!! Ég var nýbúin að kvarta yfir því hvað bíllinn minn væri skítugur við stelpurnar í vinnunni og svo bara daginn eftir var nágranninn búinn að þrífa hann. Ekki slæmt það. Gott að hafa eins og eitt stikki pabba í blokkinni sem sér um þetta. Pabbi sá nánast alltaf um að þvo bílinn minn þegar ég bjó heima. Hann þreyf hann víst alltaf því að honum blöskraði hvað dóttir hans leyfði bílnum sínum að verða drullugum. Jamm mér finnst bara alvega svakalega leiðinlegt að þrífa bíla. Verst að granninn þreyf hann ekki að innan, ég ætti kannski bara að láta hann fá lyklana næst svo að hann geti þrifið hann að innan ;)

  • Svo er maður bara búinn að vinna og sofa. Verður sennilega erfitt að vinna þessa viku því að það eru alveg heilir 5 vinnudagar!!!

Annars fórum við systur í ísbíltúr áðan sem er svo sem ekki frásögu færandi nema að forsetinn og hans frú komu þarna á eftir okkur, fengu sér miða og biðu eftir því að röðin kom að þeim. Ég hef oft verið að velta þessu fyrir mér, ekki sæi maður forseta Bandaríkjanna fara í ísbíltúr með konu sinni á sunnudagkvöldi og myndi standa í röð eins og allir hinir og enginn væri að angra hann. En þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ég rekst á forsetann, það er ekki svo langt síðan að ég var með þeim í bíó!

Jæja hef þetta ekki lengra í bili. Er búin að laga myndasíðuna mína og setja inn myndir frá páskunum, New York og ársfagnaðinum.