Long time, none......
Jæja, ég er orðin ekkert smá léleg í þessu bloggeríi. Það er svo lítið sem gerist í mínu lífi þessa dagana og því lítið um að skrifa.
En þetta er það sem ég er búin að gera síðan síðast:
- Fór á Egilsstaði um páskana, lá í leti, kíki til Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Neskaupstaðar og Seyðisfjarðar. Á heimleið festumst við í snjó en náðum að losa okkur og halda áfram eftir um klukkutíma töf.
- Mamma og ég skelltum okkur til New York, ég er ekkert smá hrifin af þessari borg og gæti alveg hugsað mér að búa þar í einhvern tíma. Gengum af okkur fæturnar eða ég, ég verð víst alltaf svo skrítin í fótunum, er að drepast í hælnum og byrjar að kæja í hann en þetta var alveg þess virði, náðum að skoða marga staði í New York. Næst þegar ég fer þá verð ég bara neðar í New York, gott að taka svona hluta og hluta í hverri ferð og skoða vel.
- Fór á ársfangað Glitnis, ekkert smá flott, standandi veisla þar sem maturinn var ýmist hamborgari, rif, franskar eða ýmiss konar sukk matur, svona ekta á leið heim eftir djamm matur. Svo var karnival stemning þannig að það var margt að sjá.
- Svo komst ég að því að ég á alveg rosalega góða granna. Fór einn laugardaginn niður í bílskýli því að ég var að fara á bílnum mínum og var þá ekki bara búið að þrífa bílinn minn!! Ég var nýbúin að kvarta yfir því hvað bíllinn minn væri skítugur við stelpurnar í vinnunni og svo bara daginn eftir var nágranninn búinn að þrífa hann. Ekki slæmt það. Gott að hafa eins og eitt stikki pabba í blokkinni sem sér um þetta. Pabbi sá nánast alltaf um að þvo bílinn minn þegar ég bjó heima. Hann þreyf hann víst alltaf því að honum blöskraði hvað dóttir hans leyfði bílnum sínum að verða drullugum. Jamm mér finnst bara alvega svakalega leiðinlegt að þrífa bíla. Verst að granninn þreyf hann ekki að innan, ég ætti kannski bara að láta hann fá lyklana næst svo að hann geti þrifið hann að innan ;)
- Svo er maður bara búinn að vinna og sofa. Verður sennilega erfitt að vinna þessa viku því að það eru alveg heilir 5 vinnudagar!!!
Annars fórum við systur í ísbíltúr áðan sem er svo sem ekki frásögu færandi nema að forsetinn og hans frú komu þarna á eftir okkur, fengu sér miða og biðu eftir því að röðin kom að þeim. Ég hef oft verið að velta þessu fyrir mér, ekki sæi maður forseta Bandaríkjanna fara í ísbíltúr með konu sinni á sunnudagkvöldi og myndi standa í röð eins og allir hinir og enginn væri að angra hann. En þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ég rekst á forsetann, það er ekki svo langt síðan að ég var með þeim í bíó!
Jæja hef þetta ekki lengra í bili. Er búin að laga myndasíðuna mína og setja inn myndir frá páskunum, New York og ársfagnaðinum.
4 Comments:
Varstu svona drukkin að þú þurftir að halda í staurinn:-)
Kannski er þessi nágranni bara drauma kærastinn;-)
Hahaha nei ekki alveg, ætlaði bara að vera cool, greinilega ekki að lúkka.
Og nei nágranninn er ekki draumakærasti, langt í frá eins og ég sagði, fínt að hafa eitt stykki pabba hér, hann er eldri en pabbi!!!!
Kannski hefur nágranninn bara verið búinn að fá sér einum of marga snafsa og ruglast á bílum!
Meeen, leiðinlegt fyrir hann að vakna og ætla í sunnudagsbíltúr á hreina bílnum sínum...
Já það hefði verið leiðinlegt ef svo hefði verið. En bíllinn hans er alltaf svo hreinn, honum hefur sennilega liðið illa með bílinn sinn við hliðina á svona skítugum bíl.
Skrifa ummæli
<< Home