Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, maí 14, 2008

Vitleysingja mynd

Skellti mér í bíó í gær með Helgu þar sem hún fékk boðsmiða á myndina Harold & Kumar. Þetta er ein sú mesta vitleysismynd sem ég hef farið á. Algjört bull og finnst mér merkilegt að það sé hægt að gera heila mynd úr kúk, piss og prump húmor, ásamt meiri dónó húmor. En ég viðurkenni það ég hló eiginlega allan tímann, enda finnst mér kúk, piss og prump brandarar ennþá fyndnir. Já maður er svona þroskaður. En ég mæli ekki með að fólk fari í bíó á þessa mynd, heldur bíði bara eftir því að sjá hana í sjónvapinu.

Annars er maður bara smá svekktur yfir því að hafa misst af góða veðrinu í dag. Vann til sex og ákvað svo að fara inn í spinning. En ég er svo sem ánægð að hafa farið núna þó svo að ég hefði alveg verið til í það að fara kannski út að ganga eða hlaupa til að ná mér í smá brúnku.

Svo er stefnan tekin á Esjuna á laugardaginn ef veður verður gott. Krossum fingur að svo verði því að þá á mér eftir að finnast ég ekkert smá dugleg!

1 Comments:

At 8:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ekkert blogg eða myndir í laaaangan tíma hmmm???!!!

Farðu nú að skella inn smá bloggi sæta! :)

kv.

 

Skrifa ummæli

<< Home