Komin úr skemmtilegum leiðangri
Jæja það hafðist loksins, ég fór í flísabúðir með Hildi systur áðan. Þarf að finna mér flísar því að næst þegar pabbi kemur í bæinn var planið hjá honum að flísaleggja forstofuna. Mikið svakalega finnst mér þetta ekki gaman, ég er með svo mikinn valkvíða að það hálfa væri nóg. En ég var samt búin að ákveða það að ég vildi ekki ljósar flísar þannig að það þrengdi hringinn að eins. Svo þegar ég var búin að finna nokkrar til að fá lánaðar heim fékk ég þessa snildar hugmynd (að mér fannst), hvernig væri það nú að setja bara steinteppi á golfið?? Það var því ákveðið að í næstu viku mun maður koma og kanna forstofuna og ég að kíkja á úrvalið hjá honum. Ég fékk samt flísar með heim til að vera búin að velja ef hitt klikkar. En einhvern hluta vegna heillast ég alltaf af dýrasta hlutnum, alveg óþolandi.
Merkilegt hvað ég hef ekkert verið að pirra mig á því að það sé ekki búið að flísaleggja. Pabbi var sem sagt að segja mér hvað ég þyrfti að kaupa með, eitthvað lím og fúu og sennilega eitthvað annað efni (man ekki hvað) því að gólfið væri lakkað með einhverjum grunni. En ég og Hildur vorum nú alveg vissar um það að það væri sko engin grunnmálning á gólfinu. Svo þegar ég kem heim, þá sé ég það að gólfið er víst með einhverju lakki á!! Greinilegt að ég hef mikinn áhuga á þessu eða þannig, þar sem ég geng þarna nokkrum sinnum á dag og tók ekkert eftir því hvernig þetta er.
Svo vantar mig bara borðstofuborð. Ef einhver veit um flott borðstofuborð, helst ferkantað mán hann endilega segja mér hvar það er að finna. Er reyndar búin að finna eitt í nýju uppáhalds búðinni minni Salt félaginu en það er heldur of dýrt fyrir mig. Fann einmitt ljósakrónuna við sem var aðeins helmingi dýrari en borðið. Kostaði ekki nema 610.000 ISK. Úfff ég svitna bara við að hugsa um það hvað þetta er dýrt.
En jæja hef þetta nóg í bili, ætla svo að skella mér í hvítasunnu-grill-mohito-vor partý hjá henni Önnu á morgun. Þetta er svona frænkuhittings djamm. Verður sennilega BARA gaman.
Góða hvítasunnu-helgi.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home