Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, maí 29, 2005

Vikan

Ég var mjög svo upptekin í seinustu viku. Úff já, því ætla ég að setja hana upp hér að neðan.

Á þriðjudaginn fór ég í vinnuna eins og vanalega og svo um kvöldið var haldið í óvissuferð með vinnunni :) Fórum upp í Heiðmörk á golfvöllinn sem er þar, held að það sé Urriðaholt eða eitthvað svoleiðis, ekki alveg viss. Þar var tekið á móti fólkinu með veitingum og farið var í púttkeppni. Svo fengum við að borða og vorum bara að kjafta, þetta var aðalega gert til þess að við myndum sjá Hótelstjórana og þeir okkur. Eftir að við komum til baka í bæinn sem var um klukkan tíu þá fóru þeir allra hörðustu á Vegamót. Þar er ég meðtalin :) En ég var bara bílandi.

Miðvikudagurinn var bara rólegur, farið í báðar vinnurnar og svo heim.

Á fimmtudaginn (eftir vinnu) þá var svo kveðjupartý fyrir nokkrar sem eru að hætta á næstunni í vinnunni. Farið var á Nordica Hótel og fyrst skoðaðar herbergjatýpurnar sem voru í "make ower" og svo haldinn smá fundur. Eftir fundinn var svo farið að borða á VOX veitingarstað. Fengum rosalega góðan mat, það var í boðið tapas matur :s (ef þið vitið hvað það er!!) og fyrst var samt suzii, ég er bara næstum farin að hallast að suzii. Þetta var allavega mjög góður matur.
En haldið þið að maður sé orðinn flottur á því, ég hef aldrei borðað á veitingarstaðnum VOX en ég fór á hann 2 sinnum sama daginn. Fór nebla líka að borða þar í hádeginu :)

Á föstudaginn átti Sigurveig systir afmæli (dem ég er strax búin að klikka á því að setja alltaf myndir af fólki sem á afmæli, úppsss) orðin 28 ára. Kíkti aðeins til hennar um kvöldið en áður en að ég fór til hennar þá fór ég á myndina House of wax. Ég sem fer aldrei á hryllingmyndir ákvað að fara því að hann sæti í One Tree Hill (Chan Michael Murry) leikur í henni og ég hugsaði að hún gæti ekki verið það slæm. En já ég gerði mistök, þetta er ógeðsleg mynd og ég fer sko ekki aftur á næstunni á hryllingsmynd. Sat alveg stíf í sætinu og hafði veskið mitt mér til varnar :)

Á laugardaginn vann ég aðeins og svo fórum við í Útskriftarveislu til hans Jónas Heiðars frænda á Akranesi en hann var að útskrifast frá Bifröst.

Svo var bara legið í leti það sem eftir lifði af laugardagkvöldinu. Og í dag er ég bara búin að vera að taka smá til og reyna að fá smá lit í andlitið (virkaði lítið) og glápa á imbann og vinna.

Eitt að lokum ; Mig langar viðbjóðslega mikið til útlanda, það eru allir að fara til útlanda nema ég, svindl.

Þangað til næst.......... :)

mánudagur, maí 23, 2005

Lélegur fréttaritari

Já ég verð að segja það að ef ég væri blaðamaður þá væri ég sko ekki að standa mig í því starfi ef að maður miðar við seinustu færslu hjá mér. Ég skrifaði voða flotta fyrirsögn en svo stendur ekkert um hana í sjálfum textanum, ekki nógu gott, var greinilega að tapa mér úr tapsári. Nema ég fengi kannski að vinna hjá Séð og Heyrt. En já það var svo sem ekkert merkilegt sem ég ætlaði um það að segja nema að núna þarf ég ekki að stressa mig fyrir þetta námskeið. Og seinasti tíminn heppnaðist bara svona ágætlega, þurfti að standa fyrir framan alla og segja í hverju ég hafði bætt mig á þessum vikum sem námskeiðið stóð. Og það var ekki eins erfitt og vanalega. Þannig að ég lærði greinilega eitthvað á þessu námskeiði :)

Svo fór evróvisíon ekki eins og ég hefði á kosið, sem mér finnst svolítið mikið svindl því að ég var alveg tilbúin að sætta mig við 3 lög í fyrsta sætið en ekkert af þeim lögum vann, glatað!! Ég kaus sem sagt Noreg, Danmörk og Lettland. Það fannst reyndar öllum ég voðalega hallærisleg fyrir að halda með Lettlandi. Skil bara ekki afhverju þar sem þeir voru svo miklar dúllur.

Ég er að fara í óvissuferð með vinnunni eftir vinnu á morgun, það er einhver hótelstjórafundur og eftir hann verður farið í óvissuferð og okkur er boðið með. Það var sagt að maður eigi að vera í gallabuxum, lopapeysu og gönguskóm, humm það er spurning hvort að ég setji ekki bara í eina peysu í kvöld þar sem ég á ekki lopapeysu, og reyndar ekki gönguskó heldur, en það reddast ;)

Svo er ekki nóg að hafa eina óvissuferð í vikunni, nei, nei, það verður svo farið á fund og svo borðað saman á fimmtudaginn eftir vinnu með vinnunni. Verið að kveðja nokkra sem eru að hætta og svo á að vígja nýja fólkið (busana).

Þannig að ég er svolítið upptekin þessa viku því að svo er Sigurveig systir að halda uppá afmælið sitt á föstudaginn og svo fer ég sennilega í útskriftarveislu uppá Akranes á laugardaginn. Össsssss hvað maður er busy ;)

Kveð að sinni.

fimmtudagur, maí 19, 2005

Útskrifðu úr Dale Carnegie

Aarggg hvað ég er fúl núna og ég viðurkenni það að ég er mjög svo tapsár. Komumst ekki í úrslitin í Evróvisíon. Alveg glatað og mjög mikið svindl, þessi keppni sýndi bara að þetta er alltof pólitíkst eða þá að fólk úti í heimi er alveg með afskaplega lélegan smekk. Ég skrifaði við öll lögin hvað mér fannst um þau og öll nema 3 fengu mjög slæma einkunn hjá mér. En á laugardaginn verð ég bara að öskra áfram Noregur!! Ef maður nennir þá yfir höfuð að gera eitthvað :(

Annars er voða lítið að frétta. Hitti bekkjarfélagana úr THÍ 4. maí og það var mjög gaman, og þar voru bara allir óléttir eða að fara að gifta sig eða nýbúin að eignast barn. Ég var ekki alveg að fylgja þeirri bylgju.

Svo seinustu helgi var farið í afmæli til hans Gunnars Helga og kíkt aðeins í bæinn og á laugardaginn fór ég í vinnupartý þar sem það var bleikt þema. Kíktum á Pravda og ég er ekki að fíla þann stað neitt svakalega.

Já loksins þegar ég ætlaði að skrifa eitthvað mikið þá er ég svo fúl að ég hef ekkert að segja.

Því kveð ég að sinni.

Berglind TAPSÁRA.

þriðjudagur, maí 03, 2005

Strax kominn maí!!!

Dísús hvað tíminn líður hratt. Kominn 3 maí og mér finnst ég bara rétt búin með skólann og núna eru allir komnir í próf aftur.

En helgin var mjög fín, fór í verslunarleiðangur á Laugarveginn á laugardaginn, keypti mér að vísu ekkert þar. Við ætluðum svo á línó í Nauthólmsvík en þar sem það var svo kalt á Laugarveginum hættum við við og enduðum í Kringlunni í staðinn, þar náði ég að kaupa mér bláan klút (sjal) sem ég efast um að ég eigi eftir að nota. En ég keypti mér samt eitthvað :)
Á sunnudaginn fór maður snemma á fætur og fórum við, mamma, pabbi og Hildur austur í Sogið að spila golf. Svei mér þá ef ég var ekki bara betri núna en seinast. Kúlan fór allavega hátt upp í loftið þó svo að ég hafi ekki drifið neitt langt, mér finnst það líka miklu flottara :) Svo komst ég líka að því að ef að maður skýtur langt og hvað þá ef maður skýtur lengst þá fær maður ekki að skjóta eins oft og þarf þá þar af leiðandi að bíða eftir hinum.
En ég hef bara eitt að segja eftir þessa golfferð og það er, Hildur, hvert fór kúlan???? Hehehehehe.

Ég var að horfa á leikinn ÍBV - Haukar og ég er ekki sátt við úrslitin, Haukar unnu. Ekki það að ég haldi eitthvað með ÍBV en ég held ennþá minna með Haukum.

Þessi vika í vinnunni verður fín, frí á fimmtudaginn, mjög ljúft og það er bara aldrei að vita nema að maður skelli sér kannski á eitt stikki tjútt á morgun. Er að fara að hitta skólafélagana úr THÍ.

Ég er farin að horfa á imbann.