Hér bloggar Berglind of Wales

mánudagur, maí 23, 2005

Lélegur fréttaritari

Já ég verð að segja það að ef ég væri blaðamaður þá væri ég sko ekki að standa mig í því starfi ef að maður miðar við seinustu færslu hjá mér. Ég skrifaði voða flotta fyrirsögn en svo stendur ekkert um hana í sjálfum textanum, ekki nógu gott, var greinilega að tapa mér úr tapsári. Nema ég fengi kannski að vinna hjá Séð og Heyrt. En já það var svo sem ekkert merkilegt sem ég ætlaði um það að segja nema að núna þarf ég ekki að stressa mig fyrir þetta námskeið. Og seinasti tíminn heppnaðist bara svona ágætlega, þurfti að standa fyrir framan alla og segja í hverju ég hafði bætt mig á þessum vikum sem námskeiðið stóð. Og það var ekki eins erfitt og vanalega. Þannig að ég lærði greinilega eitthvað á þessu námskeiði :)

Svo fór evróvisíon ekki eins og ég hefði á kosið, sem mér finnst svolítið mikið svindl því að ég var alveg tilbúin að sætta mig við 3 lög í fyrsta sætið en ekkert af þeim lögum vann, glatað!! Ég kaus sem sagt Noreg, Danmörk og Lettland. Það fannst reyndar öllum ég voðalega hallærisleg fyrir að halda með Lettlandi. Skil bara ekki afhverju þar sem þeir voru svo miklar dúllur.

Ég er að fara í óvissuferð með vinnunni eftir vinnu á morgun, það er einhver hótelstjórafundur og eftir hann verður farið í óvissuferð og okkur er boðið með. Það var sagt að maður eigi að vera í gallabuxum, lopapeysu og gönguskóm, humm það er spurning hvort að ég setji ekki bara í eina peysu í kvöld þar sem ég á ekki lopapeysu, og reyndar ekki gönguskó heldur, en það reddast ;)

Svo er ekki nóg að hafa eina óvissuferð í vikunni, nei, nei, það verður svo farið á fund og svo borðað saman á fimmtudaginn eftir vinnu með vinnunni. Verið að kveðja nokkra sem eru að hætta og svo á að vígja nýja fólkið (busana).

Þannig að ég er svolítið upptekin þessa viku því að svo er Sigurveig systir að halda uppá afmælið sitt á föstudaginn og svo fer ég sennilega í útskriftarveislu uppá Akranes á laugardaginn. Össsssss hvað maður er busy ;)

Kveð að sinni.

4 Comments:

At 11:02 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

ég hélt með Noregi og Moldavíu (var það ekki annars Moldavía sem var með ömmuna með trommuna?)! Svekkjandi að við skyldum ekki hafa komist áfram.. við sem ætluðum að vinna forkeppnina! :)

 
At 1:59 e.h., Blogger Berglind said...

Nákvæmlega við vorum svo búin að vinna viku áður en við fórum út og hvað gerist, jú, jú, við lendum í 16. sæti í undankeppninni. Skandall.

 
At 2:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ gella! Það var ekkert smá fyndið að fylgjst með eurovision í útlöndum með krökkum hvaðanæva að.. örðuvísi gaman! og þá sér maður líka hvað íslendingar eru hooked á þessari keppni, má sko enginn missa af þessu heima og á öllum bloggum sem að ég er búin að fara inn á stendur e-h um eurovision.. ;)krökkunum hérna gæri ekki verið meira sama, fannst fyndið að ég ætlaði að horfa á keppnina! En horfðum svo á þetta og Grikkjunum gæti ekki verið meira sama um að þeir hafi unnið... :)Vona að þú hafir það gott og sért búin að ná þér eftir ósigurinn..jejejeje :) Kveðja Auður

 
At 4:54 e.h., Blogger Berglind said...

Hæ, hæ Auður, gaman að heyra í þér. Já þetta er frekar fyndið með okkur íslendinga, við erum svo húkkt á þessu en nánast engin önnur þjóð er svona, hehe. Þetta er náttúrulega alltaf gott tilefni til þess að halda partý :)
Svo verðum við líka alltaf svo stolt þegar litla Ísland tekur þátt í einhverju.
Og já ég er að komast yfir ósigurinn :)

 

Skrifa ummæli

<< Home