Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, maí 29, 2005

Vikan

Ég var mjög svo upptekin í seinustu viku. Úff já, því ætla ég að setja hana upp hér að neðan.

Á þriðjudaginn fór ég í vinnuna eins og vanalega og svo um kvöldið var haldið í óvissuferð með vinnunni :) Fórum upp í Heiðmörk á golfvöllinn sem er þar, held að það sé Urriðaholt eða eitthvað svoleiðis, ekki alveg viss. Þar var tekið á móti fólkinu með veitingum og farið var í púttkeppni. Svo fengum við að borða og vorum bara að kjafta, þetta var aðalega gert til þess að við myndum sjá Hótelstjórana og þeir okkur. Eftir að við komum til baka í bæinn sem var um klukkan tíu þá fóru þeir allra hörðustu á Vegamót. Þar er ég meðtalin :) En ég var bara bílandi.

Miðvikudagurinn var bara rólegur, farið í báðar vinnurnar og svo heim.

Á fimmtudaginn (eftir vinnu) þá var svo kveðjupartý fyrir nokkrar sem eru að hætta á næstunni í vinnunni. Farið var á Nordica Hótel og fyrst skoðaðar herbergjatýpurnar sem voru í "make ower" og svo haldinn smá fundur. Eftir fundinn var svo farið að borða á VOX veitingarstað. Fengum rosalega góðan mat, það var í boðið tapas matur :s (ef þið vitið hvað það er!!) og fyrst var samt suzii, ég er bara næstum farin að hallast að suzii. Þetta var allavega mjög góður matur.
En haldið þið að maður sé orðinn flottur á því, ég hef aldrei borðað á veitingarstaðnum VOX en ég fór á hann 2 sinnum sama daginn. Fór nebla líka að borða þar í hádeginu :)

Á föstudaginn átti Sigurveig systir afmæli (dem ég er strax búin að klikka á því að setja alltaf myndir af fólki sem á afmæli, úppsss) orðin 28 ára. Kíkti aðeins til hennar um kvöldið en áður en að ég fór til hennar þá fór ég á myndina House of wax. Ég sem fer aldrei á hryllingmyndir ákvað að fara því að hann sæti í One Tree Hill (Chan Michael Murry) leikur í henni og ég hugsaði að hún gæti ekki verið það slæm. En já ég gerði mistök, þetta er ógeðsleg mynd og ég fer sko ekki aftur á næstunni á hryllingsmynd. Sat alveg stíf í sætinu og hafði veskið mitt mér til varnar :)

Á laugardaginn vann ég aðeins og svo fórum við í Útskriftarveislu til hans Jónas Heiðars frænda á Akranesi en hann var að útskrifast frá Bifröst.

Svo var bara legið í leti það sem eftir lifði af laugardagkvöldinu. Og í dag er ég bara búin að vera að taka smá til og reyna að fá smá lit í andlitið (virkaði lítið) og glápa á imbann og vinna.

Eitt að lokum ; Mig langar viðbjóðslega mikið til útlanda, það eru allir að fara til útlanda nema ég, svindl.

Þangað til næst.......... :)

1 Comments:

At 10:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert sko ekki ein um það að vilja fara til útlanda......ARGGG mig langar svo í eitt stykki utanlandsferð þessa dagana:/

 

Skrifa ummæli

<< Home