Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, maí 03, 2005

Strax kominn maí!!!

Dísús hvað tíminn líður hratt. Kominn 3 maí og mér finnst ég bara rétt búin með skólann og núna eru allir komnir í próf aftur.

En helgin var mjög fín, fór í verslunarleiðangur á Laugarveginn á laugardaginn, keypti mér að vísu ekkert þar. Við ætluðum svo á línó í Nauthólmsvík en þar sem það var svo kalt á Laugarveginum hættum við við og enduðum í Kringlunni í staðinn, þar náði ég að kaupa mér bláan klút (sjal) sem ég efast um að ég eigi eftir að nota. En ég keypti mér samt eitthvað :)
Á sunnudaginn fór maður snemma á fætur og fórum við, mamma, pabbi og Hildur austur í Sogið að spila golf. Svei mér þá ef ég var ekki bara betri núna en seinast. Kúlan fór allavega hátt upp í loftið þó svo að ég hafi ekki drifið neitt langt, mér finnst það líka miklu flottara :) Svo komst ég líka að því að ef að maður skýtur langt og hvað þá ef maður skýtur lengst þá fær maður ekki að skjóta eins oft og þarf þá þar af leiðandi að bíða eftir hinum.
En ég hef bara eitt að segja eftir þessa golfferð og það er, Hildur, hvert fór kúlan???? Hehehehehe.

Ég var að horfa á leikinn ÍBV - Haukar og ég er ekki sátt við úrslitin, Haukar unnu. Ekki það að ég haldi eitthvað með ÍBV en ég held ennþá minna með Haukum.

Þessi vika í vinnunni verður fín, frí á fimmtudaginn, mjög ljúft og það er bara aldrei að vita nema að maður skelli sér kannski á eitt stikki tjútt á morgun. Er að fara að hitta skólafélagana úr THÍ.

Ég er farin að horfa á imbann.

4 Comments:

At 11:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

berglind.. haa?? ég skyl þetta ekki.. þið ætluðuð á línuskauta í nauthólmsvík.. en það var svo kalt á laugarveginum að þið fórum í kringluna.. þetta gengur ekki upp.. ???!?!?!

 
At 4:12 e.h., Blogger Berglind said...

Hrund mín, þetta er náttúrulega ekki fyrir alla að skilja. En til að útskýra þetta betur fyrir þér þá var svo kalt á Laugarveginum að við gáfum okkur það að það væri líka kalt í Nauthólmsvík. Því ákváðum við að fara í Kringluna í staðinn. SKILUR ÞÚ?????

 
At 12:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig var svo Thí djammið ?

 
At 5:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ertu að bíða eftir að það koma júní svo þú getir bloggað eða hvað ;)

BerglindBára

 

Skrifa ummæli

<< Home