Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, apríl 30, 2004

Ég get nú ekki sagt annað en að ég sé ánægð með að strákarnir í ÍR hafi unnið Valsarana í gær. Svo verða þeir bara að klára þetta á sunnudaginn. Ég fór sko ekki á leikinn en ég var heima og horfið á seinnihálfleikinn og var stressuð allan tímann því að ég var alveg viss um að þeir myndu klúðra þessu. En svo var ekki :)

Svo var ég að eignast litla frænku áðan :)

Jæja verð að fara að borða og svo að koma mér í læri gírinn aftur.

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Ætluðu að verða svooooo brúnar!!!
Ég bara verð að segja frá einu atviki sem átti sér stað í gær þegar ég, Hildur og Ragnheiður skelltum okkur í ljós.
Já við sem sagt fórum í ljós í gær og Hildur go Ragnheiður vildu verða svo brúnar að þær ákváðu að kaupa einhvað krem sem maður ber á sig til þess að verða fljótari að fá lit. En ég tek það fram ég keypti mér ekki svoleiðis.

Svo þegar við erum búnar í ljósum þá kemur Ragnheiður nánast skríðandi fram og segir að það sé alveg að líða yfir sig, henni svimaði svo mikið. Svo leggjum við í hann niður stigann og Ragnheiður verður að stoppa því að hún er alveg að æla og verður hvítari en allt sem hvít er í framan eða allavega miðað við það að hún var að koma úr ljósum. En Hildur var sko rauðari en allt sem rautt er. Svo loksins komumst við út og þar þarf Rassa að setjast og við förum í sjoppuna að kaupa eitthvað að drekka handa henni. Og inní sjoppunni þá fer Hildi að svima og hún heyrði ekki neitt og það endaði með því að ég þurft að opna Trópí fyrir hana svo að hún gæti nú farið með það sem hún var að kaupa til Ragnheiðar.

Svo þegar ég kem út úr sjoppunni þá sitja þær báðar afturí inní bíl og ég átti að keyra. HEHEHE, ég held bara að þetta hafi verið þessu blessaða kremi að kenna. Veit ekki með ykkur en þetta var endalaust fyndið.
Og ég vara ykkur við því að kaupa ykkur svona krem, hehehehehe.

sunnudagur, apríl 25, 2004

Mikið rosalega er erfitt að einbeita sér að bókunum þessa dagana. En ég á alveg von á því að þetta komi svona rétt fyrir fyrsta prófið en ég vona bara að það verði ekki of seint. Ég fer einmitt í fyrsta prófið 4. maí og það seinasta 14. maí.

Það er ein auglýsing sem er í sjónvarpinu þessa dagana og er reyndar búin að vera svolítið lengi og ég er bara ekki að fatta eitt. Það er verið að auglýsa eitthvað dót sem kemur ilmur af. En þá er kona sem segir að hún geti ekki verið lengi inná baðherbergi því að það er greinilega svo vond fýla þar inni en eftir að hún keypti fressness (man ekki hvað heitir en kalla það bara það) þá nýtur hún þess að vera inná baðherberginu. Ég meina afhverju ætti maður að vilja hanga inná baðherbergi? Skil ekki alveg!!!!!!!!!!

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Gleðilegt sumar!!

Það er ekkert skemmtilegra en að það sé svona gott veður á sumardaginn fyrsta. En það er ekki eins skemmtilegt að vera inni að læra. Einbeitningin ekki alveg til staðar.
Ég vildi óska þess að ég væri búin í prófum en ég er ekki einu sinni byrjuð :(

mánudagur, apríl 19, 2004

Góðann daginn!! Þá er ég er byrjuð í upplestrarfrí. Var að vísu ekkert sérlega dugleg í dag en það kemur allt á næstu dögum.

HELGIN
Á föstudaginn skellti ég mér í bíó með Hildi, Kollu og Bjarka á myndina A Hole Ten Yareds ( er ekki svo viss um að þetta sé skrifað svona en........). Hún var bara askoti góð. Var ekki alveg á því að fara á þessa mynd því að ég hef ekki séð alla fyrri myndina. En það skipti ekki máli mér fannst hún fín.

Á laugardaginn vaknaði ég frekar í seinni kanntinum og fór í meira en klukkutíma göngutúr. Frekar gott hjá mér, eða það finnst mér :) Svo var það bara að fara að dæma; mætti upp í Austurberg og átti að dæma 2 leiki en ég plataði bara einhverja 2 stráka sem voru að dæma á undan mér að halda bara áfram og þeir gerðu það á meðan ég var á klukkunni. Svo þurfti ég að skultast upp í Fylkishöll að dæma þar. Slapp hins vegar ekki við að dæma þar en við fengum að vera tvær að dæma og það var fínt. Þjálfararnir tuðuðu ekkert svo mikið út af dómgæslunni. Svo var ég eins og eldgömul kerling um kvöldið, alveg búin á því.

Á sunnudaginn var svo farið í afmæli til hans Gunnars Geirs og þar var boðið upp á endalaust af veislumat. UUmmmm mjög gott. Takk fyrir mig.

En núna er það The O.C.
Má nú ekki missa af því.

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Halló, halló. Jæja "mínir" menn unnu fyrsta leikinn vonandi samt bara af tveim í úrslitakeppninni í kvöld. Glæsilegt hjá þeim. Svo skellti ég mér á fund áðan, hitt stelpurnar úr Fylkir/ÍR við þurfum víst að dæma á móti um helgina. Einmitt ég að dæma!! EN það verður vonandi ágætt og svo sjáum við bara til hvernig það mun ganga.

En ég var að bæta 2 skólafélögum mínum á link listann hjá mér, þeim Svenna og Gylfa. Rosalega sniðurgir strákar, endilega að kíkja á þá. Veit samt ekki með hann Gylfa hann er í skiptinámi á Spáni og það virðist sem svo að maurar hafa hertekið tölvuna hans því að það hefur ekkert komið frá honum síðan að maurarnir réðust á hana. Skil ekki en endilega kíkið!!

sunnudagur, apríl 11, 2004

Gleðilega páska!!

Ég fór seinna á fætur en ég ætlaði mér. En það var góður morgunmatur í morgun. Fékk mér einn banana og svo beint í það að éta páskaeggið mitt. Ég fékk sko Harry Potter páskaegg í ár því að pabbi keypti það fyrir mig og það var víst það eina sem var eftir. En það er ekkert verra, Nóa siríus og þá gengur það. Það eru samt breyttir tímar, ég vaknaði ekki til þess að fara að leita af páskaegginu mínu, fór bara beint inn í ísskáp og náði í það. Maður er orðinn svo latur núna.
En þar sem ég hef ekki fengið málshátt í páskaegginu mínu seinustu 2 ár út af einhverjum galla þá hlakkaði mig til að fá hann núna. En mér fannst hann ekkert skemmtilegur; Trúin flytur fjöll. (úr Biblíunni). Veit nú ekki hvort að ég eigi að trúa því.

laugardagur, apríl 10, 2004

Þetta er bara búið að vera fínt páskafrí til þessa, en núna verð ég að fara að drulla mér að læra. Ég fór í búðarröllt á miðvikudaginn með Hildi og Nínu dönsku vinkonu hennar sem var í heimsókn. Svo skelltum við okkur á djammið um kvöldið. Og núna er ég alveg orðin rugluð í þessum vikudögum!!!
Svo á fimmtudaginn var farið seint á fætur og svo skellt sér á tónleika með Sugababes um kvöldið. En Berglind vann miða og bauð mér með. Þær voru rosalega góðar, fíla þær í botn!!! Við héldum að við myndum hækka meðalaldurinn en það voru sko ekki við, ég þekkti all nokkra þarna og kom það mér reyndar svolítið á óvart hverja ég sá þar.
Í gær fór ég, Sigurveig, Heiða Björg og pabbi upp á "óðalið" hans pabba og settum nokkrar plöntur niður og brunuðum svo í bæinn. Kíkti svo í heimsókn til frænku minnar og lá svo í leti um kvöldið.

En núna ákvað ég að vakna aðeins fyrr og byrja kannski að læra smá. Ekki veitir af það sem við eigum eftir að skila nokkrum verkefnum. Verð líka að gera eitthvað í dag svo ég geti launað mér í kvöld og farið að spila eða eitthvað.

En núna; back to the studies!!!!

mánudagur, apríl 05, 2004

Ég verð nú að segja að þessi dagur er nú búinn að vera ágætur miðað við það að vera búin að vera upp í skóla allan daginn og vinna við að gera skýrsluna út frá Markstrat leiknum sem við eigum að skila fyrir miðnætti á morgun.

En ég veit ekki hvað málið var með mig og bílaumferð í dag. Ég fór eins og vanalega að skúra í dag og þar sá ég að bíll hefði keyrt á mann og þar voru sjúkrabílar að hjálpa manninum. Ég vona að þetta hafi ekki verið mjög alvarlegt en það leit allavega ekki mjög vel út.
Svo þegar ég var að fara heim þá var bara allt stopp á brautinni rétt hjá Perlunni. Nei, nei þá hafði einhver keyrt aftan á annan bíl og allt var stopp því að þeir voru ekkert að færa sig!!!! Já ég veit að þeir vildu kannski ekki færa sig út af því að löggan átti eftir að koma og sjá hvernig þetta leita allt út. En í þessu tilviki þá voru bílarnir greinilega ekki á sama stað. Sumir hugsa bara ekki um aðra en sjálfa sig.
Jæja svo þegar ég var alveg að koma heim, var stödd í Kópavoginum, og er bara að keyra, lalala og þá sé ég allt í einu einhvern gamlann mann ganga með hjólið sitt hinn rólegasti yfir götuna. Hann var ekkert að flýta sér og ef ég hefði ekki hægt á mér þá hefði getað farið illa. En sem betur fer fór það ekki þannig :) Sem sagt þetta allt átti sér stað þegar ég var á leið í og úr vinnunni.

HAHAHAHAHA!!! Ég get ekki annað en hlegið af Survivor sem ég var að horfa á áðan. Það var bara fyndið þegar Boston-Rob tók í Lex og sagði: Take care of my girl!!! HAHAHAHA. Og svo er hann alltaf að leika sig sem svo mikið hörkutól að það hálfa væri nóg. En það skrýta við það er að það virðast allir vera hálf smeikir við hann. Skil ekki afhverju!!!!

föstudagur, apríl 02, 2004

Heyrðu ég bara steingleymdi að setja hana Kristínu Spears inn á link listann minn. Kristín hefur ákveðið að snúa aftur í bloggheiminn eftir smá hvíld frá honum. Ég bíð hana bara velkoman aftur og hlakka til að fylgjast með henni. Svo er síðan hennar orðin rosalega flott!!!!

Já, já, já. Ég horfði sko á Bachelor í gær. Var frekar ángæð, loksins losaði hann við ungfrú geðviku; ég fer aldrei að gráta, og ég vil ekki eignast neinar vinkonur og bla, bla. Svo í gær, þá var bara farið að gráta og ég vil vera vinkona ykkar. Ákveddu þig kelling!!!! Og ég var næstum búin að missa allt álit á honum Bob mínum en hann reddaði því í gær. Hún er farin sem betur fer. Mér finnst samt svo gaman að hofa á þessa þætti því að þessar gellur eru allar svolítið skrýtar, t.d. fóru þær allar að grenja þegar að þær áttu að skrifa á blað hver mundi hæfa honum Bob og hver ekki. Það var eins og þær þurftu að ákveða hverja ætti að drepa eða eitthvað.

Svo er ég alveg komin inn í Gædó. Það er hræðilegt að vera komin inní svona mikið af þáttum. En þeir eru alveg ágætlega skemmtilegir.

Jæja ætla að halda áfram að fylgjast með í tíma.