Ætluðu að verða svooooo brúnar!!!
Ég bara verð að segja frá einu atviki sem átti sér stað í gær þegar ég, Hildur og Ragnheiður skelltum okkur í ljós.
Já við sem sagt fórum í ljós í gær og Hildur go Ragnheiður vildu verða svo brúnar að þær ákváðu að kaupa einhvað krem sem maður ber á sig til þess að verða fljótari að fá lit. En ég tek það fram ég keypti mér ekki svoleiðis.
Svo þegar við erum búnar í ljósum þá kemur Ragnheiður nánast skríðandi fram og segir að það sé alveg að líða yfir sig, henni svimaði svo mikið. Svo leggjum við í hann niður stigann og Ragnheiður verður að stoppa því að hún er alveg að æla og verður hvítari en allt sem hvít er í framan eða allavega miðað við það að hún var að koma úr ljósum. En Hildur var sko rauðari en allt sem rautt er. Svo loksins komumst við út og þar þarf Rassa að setjast og við förum í sjoppuna að kaupa eitthvað að drekka handa henni. Og inní sjoppunni þá fer Hildi að svima og hún heyrði ekki neitt og það endaði með því að ég þurft að opna Trópí fyrir hana svo að hún gæti nú farið með það sem hún var að kaupa til Ragnheiðar.
Svo þegar ég kem út úr sjoppunni þá sitja þær báðar afturí inní bíl og ég átti að keyra. HEHEHE, ég held bara að þetta hafi verið þessu blessaða kremi að kenna. Veit ekki með ykkur en þetta var endalaust fyndið.
Og ég vara ykkur við því að kaupa ykkur svona krem, hehehehehe.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home