Hér bloggar Berglind of Wales

mánudagur, apríl 05, 2004

Ég verð nú að segja að þessi dagur er nú búinn að vera ágætur miðað við það að vera búin að vera upp í skóla allan daginn og vinna við að gera skýrsluna út frá Markstrat leiknum sem við eigum að skila fyrir miðnætti á morgun.

En ég veit ekki hvað málið var með mig og bílaumferð í dag. Ég fór eins og vanalega að skúra í dag og þar sá ég að bíll hefði keyrt á mann og þar voru sjúkrabílar að hjálpa manninum. Ég vona að þetta hafi ekki verið mjög alvarlegt en það leit allavega ekki mjög vel út.
Svo þegar ég var að fara heim þá var bara allt stopp á brautinni rétt hjá Perlunni. Nei, nei þá hafði einhver keyrt aftan á annan bíl og allt var stopp því að þeir voru ekkert að færa sig!!!! Já ég veit að þeir vildu kannski ekki færa sig út af því að löggan átti eftir að koma og sjá hvernig þetta leita allt út. En í þessu tilviki þá voru bílarnir greinilega ekki á sama stað. Sumir hugsa bara ekki um aðra en sjálfa sig.
Jæja svo þegar ég var alveg að koma heim, var stödd í Kópavoginum, og er bara að keyra, lalala og þá sé ég allt í einu einhvern gamlann mann ganga með hjólið sitt hinn rólegasti yfir götuna. Hann var ekkert að flýta sér og ef ég hefði ekki hægt á mér þá hefði getað farið illa. En sem betur fer fór það ekki þannig :) Sem sagt þetta allt átti sér stað þegar ég var á leið í og úr vinnunni.

HAHAHAHAHA!!! Ég get ekki annað en hlegið af Survivor sem ég var að horfa á áðan. Það var bara fyndið þegar Boston-Rob tók í Lex og sagði: Take care of my girl!!! HAHAHAHA. Og svo er hann alltaf að leika sig sem svo mikið hörkutól að það hálfa væri nóg. En það skrýta við það er að það virðast allir vera hálf smeikir við hann. Skil ekki afhverju!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home