Hér bloggar Berglind of Wales

laugardagur, janúar 31, 2004

Ég skellti mér í bíó í gær, aftur í sömu vikunni en það er svo sem ekki mikið annað að gera á þessu blessaða landi. En við fórum sem sagt nokkrar stelpur á eina svakalega stelpu mynd. Hehe ekta mynd fyrir mig. Ég ætla ekkert að segja hvað hún heitir en eitt get ég sagt að Billie úr nágrönnum leikur í henni. Þess vegna varð ég að sjá þessa mynd. Hann er bara orðinn svakalegur töffari :)

Eftir bíóið kíktum við niður í bæ og fórum á smá rölt á milli staða, það var fínt en váááááá hvað það var svakalega kalt, ég hélt að fingurnir ætluð af, en það slapp naumlega :)
Svo í morgun var maður duglegur og prófaði nýjan tíma í Sporthúsinu sem heitir bodypump, hann var fínn en ég er ekki ennþá komin ínn í þennan tíma gír. Leið eins og algjörum vitleysing þarna innan um allt þetta fólk sem virtist vera voða vel með á nótunum hvað átti að gera.
Og ég get ekki sagt annað en það að ég sakna handboltans ekkert smá mikið. Manni er farið að kítla svolítið í puttana og langar að fara að kasta bolta en nei ekkert svoleiðis.

Jæja ég ætla að fara að gera eitthvað, kíkja kannski í bien á eftir ef ég nenni.

fimmtudagur, janúar 29, 2004

Ég get ekki sagt að ég hafi byrjað að blogga af krafti. En allavega þá var ég með smá teiti á laugardaginn og skemmti ég mér bara mjög vel. Svo kom ekkert á óvart að kíkt var í heimsókn á Hverfisbarinn og tekin nokkur létt spor.

En annars er ég bara búin að vera dugleg að fara í ræktina og er að reyna eins og ég get að gefast ekki upp, bara reyna að koma þessu inní rútínu. Búin að mæta alla virka daga í þessari viku og ætla meira að segja að segja að mæta á laugardaginn til þess að prófa einhvern tíma sem heitir bodypump, það verður eflaust fjör :) En við erum annars komnar með eitthvað svakalegt brennsluprógram og þá þýðir enga leti.

Ég skellti mér svo bara í bíó í gær með Helgu og Herdísi á myndina Paycheck sem Benni og Uma leika í. Hún var bara nokkuð góð. Það er mjög langt síðan að ég fór á spennu mynd því að ég er bara búin að þræða stelpumyndirnar og er meira að segja að fara á eina slíka á morgun :) En það er samt eitthvað að mér ég er alltaf alveg að sofna á myndum núna. Gat varla haldið augunum opnum á myndinni í gær og akkúrat í mestu spennuatriðunum. Ég held að það sé ekki eðlilegt!!!

Later man!!!!!

laugardagur, janúar 24, 2004

Jæja þá er maður sem sagt útskrifaður Iðnrekstrarfræðingur, jibbí!!!
Verð að segja að athöfnin var aðeins of löng fyrir minn smekk, það er bara viss langur tími sem ég get setið kyrr og mega ekki tala. Var bara orðin frekar dofin í rassinum og heitt. EN svo þegar athöfnin var búin þá var myndataka. Gjörið þið svo vel rúmlega 190 útskriftanemar fóru í myndatöku og það tók á, skil ekki ennþá hvering það var hægt að koma öllum fyrir og ég get ekki ímyndað mér að ég eigi eftir að sjást hvort sem er á myndinni. Maður verður sennilega bara eins og eitt lítið sandkorn á myndinni.

En nóg í bil, ætla að fara að taka mig til því það verður djammað í kvöld og hver veit nema að maður heimsækji Hverfisbarinn.

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Jæja það er spurning hvort að maður eigi að demba sér í þessa vitleysu aftur, að fara að blogga. Ætla allavega að reyna. Bara svo að vinir og vandamenn nær og fjær (Lára) geti nú fylgst með manni.

Það sem hefur verið að gerast hjá mér undað farið er; árið byrjaði nú ekkert alltof vel, þurfti að fara að læra undir endurtektarpróf því að ég var svo mikill sluxi í fyrra að ná ekki einu prófi. Og svo það að Fylkir/ÍR var langt niður eins og svo margir vita reyndar núna ( ég alltaf fyrst með fréttirnar ). En svo skánaði aðeins þegar líða fór á mánuðinn þar sem ég náði prófinu en það bættist reyndar ekkert úr handboltanum því að "félagði" var ekki stofnað aftur, bjóst reyndar ekki við því. Þannig að hvað átti Berglind að gera núna???? Það þýðir enga leti og ég var reyndar svo heppin að hafa keypt mér árskort í Sporthúsinu nokkur áður en handboltinn var lagður niður á tilboðsverði, bara því að nú ætlaði ég að fara að taka á, fara bæði í handboltann og troða hinu inní. En þess í stað fer ég bara í Sporthúsið og enginn handbolti hjá mér. Ég get ekki sagt að ég sé alveg að fitta inn í þessa ræktarstemningu þar sem mér finnst flest allar stelpurnar vera í svona teyjubuxum og þröngum bol. ekki alveg fyrir mig og þeir sem þekkja mig þá mæti ég bara í mínu rosa flotta handbolta galla. Það verður allavega langt í það að ég fari í þessar þröngu buxur. En hver veit nema að ég umbreytist í einhverja eróbik gellu!!!!

Þannig að dagarnir hjá mér eru núna bara þannig: fer í skólann, heim og legg mig oftast ( ég veit að ég á að fara að læra en.....) fer í vinnuna og svo í ræktina og kem heim og glápi á imbann. Sem sagt mjög mikil fjölbreytni hjá mér þessa dagana.

En á laugardaginn þá er ég víst að fara að útskrifast úr Tækinháskólanum með diploma. Þetta verður í síðasta skiptið sem fólk útskrifast eftir 2 ár sem Iðnrekstrarfræðingar því það þykir frekar fáranlegt að útskrifa einhvern og skrá hann svo inn í skólann daginn eftir til að hann geti klárað bs-inn. Ég er reyndar alveg sammála því og ég hugsa að við eigum bara eftir að vera fyrir þeim sem eru að útskrifast úr Bs-inum. En það er víst ekki mitt vandamál og þetta er bara góð ástæða til þess að fara að djamma!!!!

En ég kveð að sinni!!!