Ég get ekki sagt að ég hafi byrjað að blogga af krafti. En allavega þá var ég með smá teiti á laugardaginn og skemmti ég mér bara mjög vel. Svo kom ekkert á óvart að kíkt var í heimsókn á Hverfisbarinn og tekin nokkur létt spor.
En annars er ég bara búin að vera dugleg að fara í ræktina og er að reyna eins og ég get að gefast ekki upp, bara reyna að koma þessu inní rútínu. Búin að mæta alla virka daga í þessari viku og ætla meira að segja að segja að mæta á laugardaginn til þess að prófa einhvern tíma sem heitir bodypump, það verður eflaust fjör :) En við erum annars komnar með eitthvað svakalegt brennsluprógram og þá þýðir enga leti.
Ég skellti mér svo bara í bíó í gær með Helgu og Herdísi á myndina Paycheck sem Benni og Uma leika í. Hún var bara nokkuð góð. Það er mjög langt síðan að ég fór á spennu mynd því að ég er bara búin að þræða stelpumyndirnar og er meira að segja að fara á eina slíka á morgun :) En það er samt eitthvað að mér ég er alltaf alveg að sofna á myndum núna. Gat varla haldið augunum opnum á myndinni í gær og akkúrat í mestu spennuatriðunum. Ég held að það sé ekki eðlilegt!!!
Later man!!!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home