Hér bloggar Berglind of Wales

laugardagur, janúar 31, 2004

Ég skellti mér í bíó í gær, aftur í sömu vikunni en það er svo sem ekki mikið annað að gera á þessu blessaða landi. En við fórum sem sagt nokkrar stelpur á eina svakalega stelpu mynd. Hehe ekta mynd fyrir mig. Ég ætla ekkert að segja hvað hún heitir en eitt get ég sagt að Billie úr nágrönnum leikur í henni. Þess vegna varð ég að sjá þessa mynd. Hann er bara orðinn svakalegur töffari :)

Eftir bíóið kíktum við niður í bæ og fórum á smá rölt á milli staða, það var fínt en váááááá hvað það var svakalega kalt, ég hélt að fingurnir ætluð af, en það slapp naumlega :)
Svo í morgun var maður duglegur og prófaði nýjan tíma í Sporthúsinu sem heitir bodypump, hann var fínn en ég er ekki ennþá komin ínn í þennan tíma gír. Leið eins og algjörum vitleysing þarna innan um allt þetta fólk sem virtist vera voða vel með á nótunum hvað átti að gera.
Og ég get ekki sagt annað en það að ég sakna handboltans ekkert smá mikið. Manni er farið að kítla svolítið í puttana og langar að fara að kasta bolta en nei ekkert svoleiðis.

Jæja ég ætla að fara að gera eitthvað, kíkja kannski í bien á eftir ef ég nenni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home