Jæja þá er maður sem sagt útskrifaður Iðnrekstrarfræðingur, jibbí!!!
Verð að segja að athöfnin var aðeins of löng fyrir minn smekk, það er bara viss langur tími sem ég get setið kyrr og mega ekki tala. Var bara orðin frekar dofin í rassinum og heitt. EN svo þegar athöfnin var búin þá var myndataka. Gjörið þið svo vel rúmlega 190 útskriftanemar fóru í myndatöku og það tók á, skil ekki ennþá hvering það var hægt að koma öllum fyrir og ég get ekki ímyndað mér að ég eigi eftir að sjást hvort sem er á myndinni. Maður verður sennilega bara eins og eitt lítið sandkorn á myndinni.
En nóg í bil, ætla að fara að taka mig til því það verður djammað í kvöld og hver veit nema að maður heimsækji Hverfisbarinn.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home