Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, október 30, 2007

Aðeins of snemma

Mér finnst nú farið að snjóa aðeins of snemma. Ég væri sátt við það ef það myndi bara snjóa létt á Þorláksmessu svo að það yrði komin fínn snjór á aðfangadag. Bið ekki um mikið! Það fór sennilega að snjóa því að ég var versla svo mikið jóladót um helgina. Þannig að ég get bara sjálfri mér um kennt ;)

Svo er ég náttúrulega ekki komin á nagladekk og því mér til mikillar ánægju þá komst ég ekki upp brekku sem liggur inní bílskýli heima hjá mér í gærkvöldi. En eftir að hafa kallað á aðstoð og kastað möl á veginn og margar tilraunir þá komst ég loksins upp. Það verður sem sagt farið í dag og sett nagladekk á bílinn. Eða hún mamma ætlar að vera svo góð að fara fyrir mig, svona er að vera busy og koma ekki heim til sín fyrr en klukkan átta á kvöldin, þá er ekki mikið hægt að gera.

Over and Out

miðvikudagur, október 17, 2007

Pabbi afmælisbarn dagsins


Til lukku með daginn pabbi. Vonandi hefur þú sem best fyrir austan. En eins og ég sagði, þú færð ekki afmælisgjöfina fyrr en þú kemur í menninguna.


Annars er ekkert í fréttum nema að ég fór að skúra um daginn sem er svo sem ekki frásögu færandi nema ég var spurð: Do you speak Icelandic?? Ég átti svo bágt með mig að fara ekki að hlægja þar sem að sú sem spurði mig var erlend og talaði bjagaða íslensku. Skúringar þykja kannski ekki vera eitthvað sem íslendingar vinna við í dag. Eða þá ég líta bara út fyrir að vera útlendingur, hver veit.

Svo fór ég með mömmu í Bónus að versla og þá var ég nýkomin frá DK og enska var alveg ofarlega. Búðarstelpan spurði mig; how many bags og ég svara á ensku til baka, fannst ég bara vera komin aftur út. En þetta er nátturulega ekki í lagi. Fattaði þetta ekki fyrr en ég var búin að svara að ég væri á íslandi. En þetta er víst ekki greyið útlendingunum að kenna, finnst að búðirnar/fyrirtækin sem eru að ráða þetta fólk eigi að senda starfsfólk sitt í íslenskukennslu. Stelpan sem var að afgreiða okkur sagðist samt ekki vilja læra. Enda hefur hún það fínt þarna, koma mikið að pólverjum að versla hjá henni. Um daginn var einmitt pólverjar fyrir framan mig og aftana mig í röðinni. Fannst ég bara ekkert eiga heima þarna.

Eitt sem ég skil svo ekki, það var árekstur á leiðinni í vinnuna á mínum svokallaða Hafnarfjarðarvegi og allt stopp. Svo þegar ég sá hvað það var sem var að stífla var ég sko ekki sátt við lögregluna. Það var einn bíll sem hafði greinilega lent í áreksti og lögreglubíll að bíða hjá þeim bíl með kveikt á ljósunum svo að fólk sæi bílinn. Afhverju í ands.... færi löggan ekki bara bílinn uppá grasið og þá hefði stíflan ekki verið. Var ekki nema 53 mín. á leiðinni í vinnuna. Ekki sátt við þetta, það var greinilegt að ég var ekki við stjórn þarna!


Ungfrú kvartari kveður að sinni.

miðvikudagur, október 10, 2007

Þá er maður komin heim...

.... og aftur í vinnu. Væri alveg til að vera ennþá úti í Danmörku en samt er alltaf gott að komast heim. Ég var líka alveg búin á því í fótunum við gengum svo mikið.
Voða gaman að koma þarna, Kolla frænka kom yfir og hitti okkur og svo fórum við allar út að borða með Snjólaugu, Íris og Helgu og nokkrum öðrum stelpum og vorum við í heildina um 20 stelpur. Mjög gaman en við enntumst ekki lengi þar sem maður var alveg búin að því eftir ferðalagið og að ganga Strikið.

Bjarki og Klara komu svo á laugardeginu og náðu í Kollu sína. Svo vorum við aðalega í því að kíkja í búðir og borða. Það var kona á sama gistiheimili og við og hún hafði víst orð á því að við værum mjög rólegar, ekkert djamm á okkur. Við reyndum á föstudeginum að fara á djammið en vegna þreytu þá náði maður bara að fá sér eitt hvítvínsglas og einn mojito. Veit ég er brjáluð drykkjumanneskja. En við höfðum það bara kósí á laugardagskvöldið, náðum okkur í pizzu, keyptum nammi og horfðum á imbann.

Stal þessari mynd hjá henni Kollu. Frænkurnar (við systur og Hafdís) saman fyrir framan gistiheimilið.

Jæja hef þetta gott í bili.

fimmtudagur, október 04, 2007

Danska landið á morgun

Jæja ég er orðin voða spennt að fara út á morgun. Allar systur og Hafdís frænka að fara, verður örugglega voðalega mikið stuð. Erum búnar að plana fyrsta kvöldið en það er út að borða með Íris og Snjólaug vinkonum mínum sem búa í DK þessa stundina. Svo látum við það bara ráðast hvað við gerum hin kvöldin en það verður mjög líklega bara kíkt í verslanir á daginn.

Ég lenti næstum því í árekstri í morgun sem er svo ekki frásögu færandi nema að ástæðan var könguló. Ég hata köngulær eða bara skordýr yfir höfuð. Ég var í sakleysi mínu að keyra í vinnuna í morgun þegar allt í einu sýgur niður köngló beint fyrir framan nefið á mér. Ég vissi ekki hvert ég ætlaði, og ekki gat ég stoppað og hoppað út úr bílnum þar sem það var svo mikil umferð og sat föst í bílnum með könguló lafandi upp og niður fyrir framan mig. Hún var sem sagt í sólhlífinni. Það eina sem ég gat gert var að sitja ein kyrr og ég gat og náði mér í tóma topp flösku. Veit svo sem ekkert hvað ég ætlaði mér að gera við hana en hún var mitt eina vopn á móti köngulónni ef hún skildi færa sig of nálægt.
En ég komst í vinnuna án þess að valda umferðaslysi og þykir mér það mikið afrek, hoppaði út úr bílnum og mér til mikillar gleði var Hildur Ýr í vinnunni og gat hún tekið kvikyndið úr bílnum fyrir mig. Sem betur fer var kvikyndið ennþá á sama stað og við fundum hana annars hefði ég sennilega ekki sest upp í bílinn minn aftur fyrr en hún væri fundin.

En hvaðan kom þessi könguló eiginlega??

Svo á Hermann frændi afmæli í dag, til lukku með daginn frændi!

Jæja, læta þetta duga í bili.

Þar til ég kem heim frá DK, heyrumst!