Danska landið á morgun
Jæja ég er orðin voða spennt að fara út á morgun. Allar systur og Hafdís frænka að fara, verður örugglega voðalega mikið stuð. Erum búnar að plana fyrsta kvöldið en það er út að borða með Íris og Snjólaug vinkonum mínum sem búa í DK þessa stundina. Svo látum við það bara ráðast hvað við gerum hin kvöldin en það verður mjög líklega bara kíkt í verslanir á daginn.
Ég lenti næstum því í árekstri í morgun sem er svo ekki frásögu færandi nema að ástæðan var könguló. Ég hata köngulær eða bara skordýr yfir höfuð. Ég var í sakleysi mínu að keyra í vinnuna í morgun þegar allt í einu sýgur niður köngló beint fyrir framan nefið á mér. Ég vissi ekki hvert ég ætlaði, og ekki gat ég stoppað og hoppað út úr bílnum þar sem það var svo mikil umferð og sat föst í bílnum með könguló lafandi upp og niður fyrir framan mig. Hún var sem sagt í sólhlífinni. Það eina sem ég gat gert var að sitja ein kyrr og ég gat og náði mér í tóma topp flösku. Veit svo sem ekkert hvað ég ætlaði mér að gera við hana en hún var mitt eina vopn á móti köngulónni ef hún skildi færa sig of nálægt.
En ég komst í vinnuna án þess að valda umferðaslysi og þykir mér það mikið afrek, hoppaði út úr bílnum og mér til mikillar gleði var Hildur Ýr í vinnunni og gat hún tekið kvikyndið úr bílnum fyrir mig. Sem betur fer var kvikyndið ennþá á sama stað og við fundum hana annars hefði ég sennilega ekki sest upp í bílinn minn aftur fyrr en hún væri fundin.
En hvaðan kom þessi könguló eiginlega??
Svo á Hermann frændi afmæli í dag, til lukku með daginn frændi!
Jæja, læta þetta duga í bili.
Þar til ég kem heim frá DK, heyrumst!
2 Comments:
Gute reise baby!!! :-)
Auður Marteins
God rejse!
kv. Herdís
Skrifa ummæli
<< Home