Aðeins of snemma
Mér finnst nú farið að snjóa aðeins of snemma. Ég væri sátt við það ef það myndi bara snjóa létt á Þorláksmessu svo að það yrði komin fínn snjór á aðfangadag. Bið ekki um mikið! Það fór sennilega að snjóa því að ég var versla svo mikið jóladót um helgina. Þannig að ég get bara sjálfri mér um kennt ;)
Svo er ég náttúrulega ekki komin á nagladekk og því mér til mikillar ánægju þá komst ég ekki upp brekku sem liggur inní bílskýli heima hjá mér í gærkvöldi. En eftir að hafa kallað á aðstoð og kastað möl á veginn og margar tilraunir þá komst ég loksins upp. Það verður sem sagt farið í dag og sett nagladekk á bílinn. Eða hún mamma ætlar að vera svo góð að fara fyrir mig, svona er að vera busy og koma ekki heim til sín fyrr en klukkan átta á kvöldin, þá er ekki mikið hægt að gera.
Over and Out
2 Comments:
sammála Berglind snjórinn er alltof snemma. Það má snjóa eftir hádegi á aðfangadag og ekki degi fyrr. Takk fyrir.
Kv.Hafdís frænka.
Mikið ofboðslega eruð þið frænkur leiðinlegar...ÞAÐ Á AÐ VERA SNJÓR FRÁ MIÐJUM OKT. TIL MIÐJAN APRÍL. Það er svo dimmt alltaf úti að okkur veitir ekki af smá snjó til þess að lífga upp á skammdegið ;o)
Kv.Síró skvís
Skrifa ummæli
<< Home