Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, október 10, 2007

Þá er maður komin heim...

.... og aftur í vinnu. Væri alveg til að vera ennþá úti í Danmörku en samt er alltaf gott að komast heim. Ég var líka alveg búin á því í fótunum við gengum svo mikið.
Voða gaman að koma þarna, Kolla frænka kom yfir og hitti okkur og svo fórum við allar út að borða með Snjólaugu, Íris og Helgu og nokkrum öðrum stelpum og vorum við í heildina um 20 stelpur. Mjög gaman en við enntumst ekki lengi þar sem maður var alveg búin að því eftir ferðalagið og að ganga Strikið.

Bjarki og Klara komu svo á laugardeginu og náðu í Kollu sína. Svo vorum við aðalega í því að kíkja í búðir og borða. Það var kona á sama gistiheimili og við og hún hafði víst orð á því að við værum mjög rólegar, ekkert djamm á okkur. Við reyndum á föstudeginum að fara á djammið en vegna þreytu þá náði maður bara að fá sér eitt hvítvínsglas og einn mojito. Veit ég er brjáluð drykkjumanneskja. En við höfðum það bara kósí á laugardagskvöldið, náðum okkur í pizzu, keyptum nammi og horfðum á imbann.

Stal þessari mynd hjá henni Kollu. Frænkurnar (við systur og Hafdís) saman fyrir framan gistiheimilið.

Jæja hef þetta gott í bili.

2 Comments:

At 10:07 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Velkomin heim. Vá hvað tíminn er flótur að líða, manstu þú varst hjá okkur Gunnari í Sonderborg fyrir nákvæmlega ári síðan!!
kv. Herdís

 
At 3:44 e.h., Blogger Berglind said...

Já einmitt, ekkert smá fljótur að líða. Þetta er bara að verða hefð hjá mér að fara til DK í byrjun okt.

 

Skrifa ummæli

<< Home