Langar til sólarlanda
Alveg er maður komin með ógeð af þessu veðri hérna. Í seinustu viku þá var svo ekta sýnishorna veður fyrir útlendingana. Það ringdi, svo kom snjór, sól og svo hagél í endann og allt á sama klukkutímanum. Mjög flott!!
En mig dreymir núna að fara til útlanda yfir páskana, til einhvers lands sem ég get verið á hlýrabol og í pilsi. Já takk. En ég efast um að það gangi eftir, ég verð bara að halda áfram að láta mig dreyma.
Svo er minns að fara í 3ja tímann í magadansi í kvöld, ég og Hildur Ýr fengum sko hrós frá kennaranum í seinasta tíma, fannst við svo fljótar að ná dansinum, varð bara aðeins að monta mig ;) Þar sem ég er ekki þekkt fyrir lipurð þá var mjög gaman að fá þetta komment.
Ætla svo að kíkja í skírnaveisluna til hennar Elínar Ástu, en hún verður skírð í dag. Og svo er bara ekkert annað á planinu.
Góða helgi,
Magadansarinn
5 Comments:
Bara að skreppa til Svíþjóðar. Hér er sól og um 10-13 stiga hiti:-) Kannski ekki alveg pils og hlýrabolaveður en ekkert mál að vera í buxum og langermabol;-)
Já það hljómar allavega mun betur en að vera kannski í úlpu og svo næsta klukkutímann þá þarf maður að fara í regnföt o.s.fr.
þessa dagana er ekki ský á himni í DK, búið að vera mikil sól síðustu daga, en samt svolítið rok. Þannig það er svona þunnjakkaveður:)
Hlakka til að sjá þig sooon!!!!
kv. Herdís
Lifir þetta blogg enn! Magnað, ég man eftir tíma á fyrsta ári í HR þar sem ég og Helga dunduðum okkur við að búa til þetta blogg. Áfram Berglind of Wales!
Ps. Misstir af þrusu tónleikum, öss, þú verður bara að koma næst :)
Hahaha, já það lifir enn!!!
Já ég klikkaði alveg á þeim og trúi því að ég hafi misst af góðum tónleikum. Ekki spurning ég SKAL koma næst.
Skrifa ummæli
<< Home