Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, mars 18, 2007

Ekkert að gera

Vá hvað mér leiðist svona dagar þegar ég hef akkúrat ekkert að gera, alveg að morkna.
Því er lítið sem ég get sagt. Kolla og Klara komu óvænt heim á þriðjudaginn og fóru í morgun, gaman að sjá þær. Fór í afmæli á föstudaginn til Huldu, þar var hattaþema og því kom hatturinn sem ég fjárfesti í, í Manchester sér að góðum notum. Mjög fínt þar, þar var stiginn dans á dansteppi og farið í singstar. (reyndar ekki ég en hinar).

Svo er það afmælismánuðurinn mikli, því að hún Herdís á afmæli í dag, 26 ára, og ég bíð bara spennt eftir því að hún komi á klakann um páskanna. Tl hamingju með daginn Herdís mín. Og svo á Hulda afmæli á þriðjudaginn, 28 ára, Til hamingju með daginn á þriðjudaginn ;)

Jæja, ætla að halda áfram að horfa á imbann.

3 Comments:

At 8:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir afmæliskveðjuna:) Verst að þú getur ekki bara stokkið yfir hafið bláa í afmæliskaffi til mín!!:) já sömuleiðis hlakka til að hitta þig á klakanum eftir NOKKRA daga!!!
knúz, afmælis-Herdísin

 
At 9:07 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst nú bara ansi mikið að segja frá því að ég hafi verið á klakanum... STÓRFRÉTT

 
At 9:29 f.h., Blogger Berglind said...

Já, ji hvernig læt ég, ég biðst afsökunar á þessu, mín mistök. Það var náttúrulega stórfrétt.

 

Skrifa ummæli

<< Home