Óskin rættist
Mig langaði til sólarland yfir páskann og ég fer til sólarlanda yfir páskana! Er að fara til Kúbu á sunnudaginn og fékk það staðfest í gær. Var búið að vera eitthvað vesen að finna hótel fyrir okkur enda ákváðum við Hildur bara að fara á þriðjudaginn.
Ég er orðin voðalega spennt að fara, verst að fara með svona stuttum fyrirvara því að þá getur maður ekkert unnið í því að ná nokkrum kílóum af sér. En þá fæ spikið bara að njóta sín í sólinni. Svo er þetta lengsta ferðalag sem ég hef farið í, við verðum 10 tíma á leiðinni, að vísu með stoppi í Halifax. Við verðum eina viku í Havana og svo eina viku í Varadero sem er strandlengja, ekki leiðinlegt það!
Jæja, ég skrifa sennilega ekkert fyrr en ég er komin heim nema að ég sé þreytt á því að slappa af og það er internettenging nálægt.
Kúbufarinn kveður að sinni.