Hér bloggar Berglind of Wales

laugardagur, febrúar 24, 2007

Mamma afmælisbarn

Eigum við eitthvað að ræða hræsnarana og fordómafulla fólkið á Íslandi, ég er ekki að ná þessu með fólkið á Hótel Sögu. Skil ekki alveg afhverju fólkið má ekki fara í frí og skemmta sér, það kemur okkur ekkert við hvað þetta fólk vinnur við, ákkúrat ekki neitt. Svo framarlega sem að þetta fólk hefur ekkert brotið af sér eða er ekki eftirlýst þá skil ég ekki afhverju það er svona óvelkomið. Það koma örugglega mjög mikið af fólki til landsins í frí á ári hverju sem eru í klámiðnaði. Ég meina þarf þá ekki núna að spyrja alla sem eru að koma til landsins við hvað þeir starf og ef þeirra starf hentar ekki hinum og þessum félögum á íslandi að þá eigi bara að senda þetta fólk heim. Össs þetta kemur bara slæmu orði á Ísland og ég tel þetta setja svartan blett á ferðaiðnaðinn.

En út í annað. Mamma á afmæli í dag, ætli hún segist ekki vera "24" ára í dag, ótrúlegt hvað hún yngist alltaf með árunum á meðan ég eldist.

Til hamingju með daginn mamma mín.


Mamma og ég í kuldanum í Boston í desember.

Kveðja,

Berglind sem á ekki til orð yfir fordómum nokkra íslendinga.

sunnudagur, febrúar 18, 2007

Hvar fæ ég svartar buxur?

Alveg er þetta merkilegt, þegar ég á pening og fer í leiðangur að finna mér einhvern sérstakan hlut þá finn ég hann aldrei. Fór áðan og ætlaði að kaupa mér svartar buxur sem ég hélt að ætti að vera til í öllum fataverslunum, en ég kom náttúrulega ekki heim með neitt. Um daginn þegar ég var ekki að fara að kaupa mér buxur, þá sá ég fínar buxur en nennti ekki að kaupa þær þá. Fór á sama stað í dag en þá var náttúrulega ekki til í minni stærð. Greinilegt að ungfrú hlunkur á ekki að eignast fínar svartar buxur!

Annað sem vert er að koma að í fréttum hérna á íslandi er að Britney Spears er búin að krúnuraka sig (held að það sé skrifað þannig), tja ég bíð bara eftir því að það komi í fréttunum þegar ég fer næst í klippingu. Rosalega merkilegt.

En ég bið fataframleiðendur endilega að fara að hanna svartar buxur fyrir stelpur með stór læri, takk fyrir!

Hlunkurinn kveður að sinni.

mánudagur, febrúar 12, 2007

DREAMGIRLS

Skellti mér í bíó á myndina Dreamgirls í gær. Var búin að heyra svo neikvæða dóma um hana þannig að ég fór bara með því hugarfari að þetta væri sennilega ekki góð mynd, og ef það væri satt að hún væri ekki góð þá þurfti ég hvort eð er ekkert að borga fyrir hana. Fór að velta því fyrir mér eftir að hafa heyrt þessa slæmu dóma afhverju hún væri að fá svona margar óskarstilnefningar. En eftir að ég sá myndina þá skil ég bara vel að hún sé tilnefnd, því mér fannst hún góð. Og ég mæli með henni.

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Skil ekki .....

.... þessa blessuðu náttbuxnatísku. Þetta er ótrúlegt, ef maður fer út í búð þá eru stelpur þar á náttbuxunum og ég er búin að vera að pæla í þessu fannst þetta svo sem ekkert skrítið fyrsta þegar ég sá eina svona klædda en svo eru bara hópur af stelpum saman í náttbuxum út í búð. Og seinast í gær sá ég stelpu sem var á leið í eða úr ræktinni í náttbuxum!!! Spurning um að fjárfesta í flottum náttbuxum svo að ég geti verið með í þessari tísku.

En í annað, fór á þorrablót um helgina þar sem aðalumræðuefnið virtist vera það hvað ég ætlaði að gera þegar foreldrar mínir flytja á Egilstaði (því að þau urðu víst að flytja þangað til að losa við miðjubörnin (mig og Hildi)) og svo ber það líka alltaf á góma afhverju ég sé ekki komin með karlmann!!! Mjög svo skemmtilegt umræðuefni og það gleður mig allaf mikið þegar fólk fer að tala um mig og mín mál!!

Svo urðu allir hissa heima hjá mér á sunnudaginn þar sem ég eldaði fyrir fólkið, fólk fór eitthvað að nefna það að þetta sé í fyrsta skiptið sem ég elda, en ég er nú alveg viss um það að ég hafi nú einhvern tímann áður eldað. Er ekkert mjög dugleg við þetta þar sem mér finnst ekkert gaman í eldhúsinu og það misheppnast alltaf allt hjá mér.

Berglind bitra kveður að sinni.