Mamma afmælisbarn
Eigum við eitthvað að ræða hræsnarana og fordómafulla fólkið á Íslandi, ég er ekki að ná þessu með fólkið á Hótel Sögu. Skil ekki alveg afhverju fólkið má ekki fara í frí og skemmta sér, það kemur okkur ekkert við hvað þetta fólk vinnur við, ákkúrat ekki neitt. Svo framarlega sem að þetta fólk hefur ekkert brotið af sér eða er ekki eftirlýst þá skil ég ekki afhverju það er svona óvelkomið. Það koma örugglega mjög mikið af fólki til landsins í frí á ári hverju sem eru í klámiðnaði. Ég meina þarf þá ekki núna að spyrja alla sem eru að koma til landsins við hvað þeir starf og ef þeirra starf hentar ekki hinum og þessum félögum á íslandi að þá eigi bara að senda þetta fólk heim. Össs þetta kemur bara slæmu orði á Ísland og ég tel þetta setja svartan blett á ferðaiðnaðinn.
En út í annað. Mamma á afmæli í dag, ætli hún segist ekki vera "24" ára í dag, ótrúlegt hvað hún yngist alltaf með árunum á meðan ég eldist.
Til hamingju með daginn mamma mín.
Mamma og ég í kuldanum í Boston í desember.
Kveðja,
Berglind sem á ekki til orð yfir fordómum nokkra íslendinga.
4 Comments:
Til hamingju með ammælið Heiða frænka. Þú yngist með hverju árinu.
Til hamingju með daginn! :)
Já þetta er þvílíkt umstang sem hefur verið út af þessum ferðamönnum sem eru eða ætluðu að koma til landsins. Finnst bara eins og önnur hver frétt hafi fjallað um þetta þegar maður kíkir á íslenskar fréttasíður!
Kv. Herdís - sem btw kemur HEIM um páskana :);)
Víííí hvað ég er að ánægð að þið komið um páskanna, hlakka til að sjá ykkur :)
Til hamingju með mömmuna. Annars býð ég mig fram í að aðstoða þig við leitina að svörtu buxunum í köben. Kv. HP
Skrifa ummæli
<< Home