Skil ekki .....
.... þessa blessuðu náttbuxnatísku. Þetta er ótrúlegt, ef maður fer út í búð þá eru stelpur þar á náttbuxunum og ég er búin að vera að pæla í þessu fannst þetta svo sem ekkert skrítið fyrsta þegar ég sá eina svona klædda en svo eru bara hópur af stelpum saman í náttbuxum út í búð. Og seinast í gær sá ég stelpu sem var á leið í eða úr ræktinni í náttbuxum!!! Spurning um að fjárfesta í flottum náttbuxum svo að ég geti verið með í þessari tísku.
En í annað, fór á þorrablót um helgina þar sem aðalumræðuefnið virtist vera það hvað ég ætlaði að gera þegar foreldrar mínir flytja á Egilstaði (því að þau urðu víst að flytja þangað til að losa við miðjubörnin (mig og Hildi)) og svo ber það líka alltaf á góma afhverju ég sé ekki komin með karlmann!!! Mjög svo skemmtilegt umræðuefni og það gleður mig allaf mikið þegar fólk fer að tala um mig og mín mál!!
Svo urðu allir hissa heima hjá mér á sunnudaginn þar sem ég eldaði fyrir fólkið, fólk fór eitthvað að nefna það að þetta sé í fyrsta skiptið sem ég elda, en ég er nú alveg viss um það að ég hafi nú einhvern tímann áður eldað. Er ekkert mjög dugleg við þetta þar sem mér finnst ekkert gaman í eldhúsinu og það misheppnast alltaf allt hjá mér.
Berglind bitra kveður að sinni.
12 Comments:
Elsku Berglind þetta var mjög góður matur hjá þér mættir elda oftar kveðja mamma
Berglind mín, maður þarf nú ekki alltaf að fylgja tískunni... Og annað þú ert bara svona rosalega merkileg að fólk getur bara ekki annað en talað um þig:-) Hvað ætlaru annars að gera þegar að þau flytja!!!
mamma: Takk fyrir það, en ég efa það að ég geri þetta að vana mínum ;)
Kolla: Já það er rétt maður þarf ekkert alltaf að fylgja tískunni.
En greinilega er ég svona merkileg, var bara ekki búin að átta mig á því!
Hvað varðar flutning, þá hef ég ekki klú hvað ég geri, kannski ég fái pláss í kvennakoti, hver veit!
Var það ekki konukot, næturgisting fyrir heimilislausar konar ;o). Muna svo bara að líta á björtu hliðarnar, þegar einar dyr lokast opnast aðrar o.s.frv.
BB
Já sammála þessum með náttbuxurnar- ég tók alveg sérstaklega eftir þessu þegar ég var heima á Íslandi. ótrúlega fyndið!!! Hef ekki séð þetta hérna- ætli það eigi ekki bara eftir að koma- þeir eru miklu seinni í tískunni hérna úti finnst mér.
Já konukot -- held meira að segja að það sé opið allan sólarhringinn!!! :)
KV.Herdis
Berglind: Kvennakot, konukot, poteito, potato.
En því miður hef ég enga trú á því að ef einar dyr lokast opnast aðrar, bráðum verða þær bara allar lokaðar hjá mér :(
Herdís: Já það er spurning um það hvenær þessi tíska komi til DK, kannski getur þú bara verið svona trendsetter og byrjað!!!
Já ég hélt að konukot væri bara opið frá kvöldin fram að morgni, en það er náttúrulega ennþá betra ef maður má koma þegar maður vill.
USS Berglind ég vil ekki heyra svona neikvæðni, BB verður bara reið... og ef þér finnst allar dyr vera lokaðar þá er spurning um að bjarga sér og opna bara einar ;o)
Omg náttfatabuxnadótið, það er grín. Mér finnst það ljótt og skritð, svo verðum við að fara hittast bráðum vinkona. Ég er að fara í laser aðgerðina á MORGUN!! Mun aldrei þurfa glasses aftur kv Helena
Já Helena við verðum sko að fara að hittast. En gangi þér ofur vel í aðgerðinni. Ég verð nú að viðurkenna að ég öfunda þig ekkert smá að losna við gleraugun. Vonandi kemst ég einhvern tímann í þetta.
Berglind mín...HÆTTU ÞESSU HELVÍTIS VÆLI. Það hefur enginn gott af því að fara með mömmu og pabba á elliheimilið :oþ
Kveðja, þín uppáhaldssystir Sigurveig
Ég er með hugmynd...Berglind og Helena fara að leigja saman. Það er ekkert vitlaust að fara bara að leigja þegar íbúðarverð fer alltaf hækkandi!!
Nei takk, ég vil ekki leigja.
Skrifa ummæli
<< Home