Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, febrúar 18, 2007

Hvar fæ ég svartar buxur?

Alveg er þetta merkilegt, þegar ég á pening og fer í leiðangur að finna mér einhvern sérstakan hlut þá finn ég hann aldrei. Fór áðan og ætlaði að kaupa mér svartar buxur sem ég hélt að ætti að vera til í öllum fataverslunum, en ég kom náttúrulega ekki heim með neitt. Um daginn þegar ég var ekki að fara að kaupa mér buxur, þá sá ég fínar buxur en nennti ekki að kaupa þær þá. Fór á sama stað í dag en þá var náttúrulega ekki til í minni stærð. Greinilegt að ungfrú hlunkur á ekki að eignast fínar svartar buxur!

Annað sem vert er að koma að í fréttum hérna á íslandi er að Britney Spears er búin að krúnuraka sig (held að það sé skrifað þannig), tja ég bíð bara eftir því að það komi í fréttunum þegar ég fer næst í klippingu. Rosalega merkilegt.

En ég bið fataframleiðendur endilega að fara að hanna svartar buxur fyrir stelpur með stór læri, takk fyrir!

Hlunkurinn kveður að sinni.

4 Comments:

At 11:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þær fást í Danmörku!!! :)
kv. Herdís

 
At 8:30 f.h., Blogger Berglind said...

Já það er spurning um að skella sér bara þangað!

 
At 10:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þú þarft ekki að fara til denmark til að finna svartar buxur.Þær fást nú bara í Hagkaup(kringlunni) sá nokkrar gerðir. Bara að segja þér.Því mig vantar líka svartar buxur:-)Kv: Hafdís frænka.

 
At 8:42 f.h., Blogger Berglind said...

Takk fyrir ábendinguna Hafdís. En það væri nú ekki slæmt að þurfa að fara til DK og shoppa sér buxur ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home