Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Frábær helgi að baki

Það var sko mikið um að vera seinustu helgi og ekki laust við það að maður sé nú frekar þreyttur.

Helgin byrjaði á því að ég fór í óvænta veislu fyrir Hönnu, þ.e.a.s. hún vissi ekkert af þessu. Þegar ég kom heim til Tobbu mömmu Hönnu var hún búin að gera allt voðalega kósí og flott, meira að segja búin að setja upp tjald út í garði. Svo kom heiðursgesturinn og hún var ekkert smá hissa, þannig að þetta heppnaðist rosalega vel.
Þegar ég var búin að vera hjá Hönnu í einhvern tíma fór ég í kveðjupartí til Kollu frænku og Bjarka, því að þau eru að flytja til Svíþjóðar. Stoppaði stutt þar, þar sem ég var að fara í skemmtiskokkið daginn eftir.

Á laugardeginum fór ég svo í skemmtiskokkið og ég var nú bara mjög sátt við sjálfa mig, stoppaði ekki neitt, þetta voru nú samt bara 3 KM en ég er voðalega gjörn á því að stoppa. Við vorum reyndar svolítið lengi að geta byrjað að hlaupa því að það var svo svakalega mikið af fólki í þessu skokki, en það hafðist á endanum.


Hildur og ég tilbúnar í Hlaupið
Eftir skokkið fór ég með Íris, Bjarka, Snjólaugu, Hönnu og Tony á svona krossara (veit ekki alveg hvað þetta er kallað). Get ekki sagt að mín fyrsta upplifun af þessu hafi verið góð þar sem ég datt af hjólinu eftir bara 30 sek. Fór sko ekki á það aftur. Þannig að núna sit ég með marbletti á lærunum og höndunum.

Um kvöldið fórum við svo góður hópur út að borða á Austur India félaginu. Hef alltaf fílað þennan stað mjög vel, gerði það líka þarna nema hvað maturinn minn var svo sterkur að ég þurfti að mana mig uppí það að fá mér annan bita.
Frá Austur Indina félaginu var farið á Oliver þar sem við áttum pantað borð. Fannst þetta algjör snild að hafa átt pantað borð á kvöldi sem þessu. Eiginlega bara alveg nauðsynlegt. Það var ekki dansað mikið þetta kvöld, mest setið og verið í góðra vinahópi. Og ef fólk dansaði þá dansaði það bara við borðið.

Sem sagt það var mikið að gera.

Berglind marblettur

P.s. ég er búin að setja inn myndir frá því um helgina. Og getur einhver sagt mér afhverju ég get ekki sett myndir beint á bloggið mitt, tókst bara að setja eina núna, ætlaði að setja fleiri.

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Þolið farið eða hvað!!!

Já við lögðum þrjár af stað upp Esjuna í gær, mjög sáttar því okkur fast við svo duglegar. En það endist ekki lengi, því að við fórum ekki alla leið, vorum alveg búnar á því. Vá hvað mér fast ég mikill auli og ég get sko sagt það að þetta er miklu erfiðara en ég hélt. Ég er ekki nógu sátt með sjálfa mig að hafa ekki farið alla leið en ég SKAL bara gera það næst.Þarf bara aðeins að vinna í þolinu fyrst. Sá það samt að ég þarf mjög svo mikið að eignast góða gönguskó því að það er sennilega betra að vera á svoleiðis sérstaklega þegar maður er á leiðinni niður. Ég var bara á nýju fínu hlaupaskónum mínum og þeir eru ekki nógu sniðugir í svona göngu, og ég fann sko fyrir því í gær þegar við vorum að ganga niður, ég tók nefninlega á loft og lenti killiflöt á jörðinni. Get ekki sagt að það hafi verið þæginlegt enda er ég með góðan marblett og rispufar á lærinu, mjög flott!!!

En næst fer ég uppá topp, það er bara spurning hvenær það verður!!

mánudagur, ágúst 14, 2006

Manchester

Helgin liðin, átti bara að vera róleg en það breytist eitthvað.
Á föstudaginn horfði ég bara á videó og át yfir mig, kann ekki að hætt þegar ég er búin að fá nóg.
Svo á laugardaginn kíkti ég í bæinn á samt Hildi, Kollu og Klöru, við fórum á Gay-pride, horfðum reyndar bara á gönguna og fórum fljótt eftir að skemmtunin byrjaði. Svo hringdi Íris í mig um kvöldið og fékk mig með sér og Snjóu á djammið um kvöldið. Það var nú ekkert smá mikið af fólki í bænum, við ætluðum á ball með Páli Óskari en það var svo bjáluð röð á Nasa að við enduðum á Vegamótum. Stoppuðum stutt þar og fórum á Ketlic og ég stakk steplunar af um 3 leitið. Er orðin svo gömul!!!!!! ;)

En næst á dagsskrá hjá mér er að fara í Reykjarvíkur maraþonnið, ætla bara í skemmtiskokkið. Ég myndi aldrei fara í þetta nema því að ég ákvað að styrkja gott málefni. Icelandair ætlar að styrkja Vildarbörn um 3000 krónur á hvern kílómeter sem starfsfólk þess hleypur. Kemur ekki mikið frá mér en það er bara þannig að það safnast þegar saman kemur og það er hugurinn sem gildir, er það ekki??

En svo helgina eftir það þá er ég á leiðinni til Manchester með vinnunni. fer held ég seinni partinn á föstudeginum og kem svo heim um kvöldið á mánudeginum. Þetta er ekki alveg komið á hreint með tímann en það kemur bara betur í ljós þegar nær dregur. Við ætluðum fyrst til Parísar en það er bara fullbókað í vélar þangað, þannig að París verður bara að bíða betri tíma.

Túllúlú

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Verslunarmannahelgin

Tók mér frí í vinnunni á föstudaginn til þess að komast fyrr norður og sleppa við umferðina, það tókst bara ágætlega þar sem umferðin fór ekki að þyngjast fyrr en við vorum komin langleiðina norður.
Hitti svo alla í fjölskyldunni minni á Akureyri og fórum við til Húsavíkur. Fórum út að borða á Gamla Bauk (sagt með rosalegum norðlenskum hreim), kíktum upp á Botnsvatn (minnir að það heitir það) og svo bara í háttinn.

Sigurveig og Heiða Björg upp á Botnsvatni


Fór svo út í Flatey á laugardagsmorgun, sem betur fer ákváðum við að hlusta á veðurspána og treysta henni því að við ætluðum út í Ey á sunnudeginum en þar sem það var spáð svo vondu veðri flýttum við því fram á laugó. Það var rosalega gaman að koma út í Ey, ég hef ekki farið þangað síðan ég var 17 ára og það hefur nú margt breyst síðan þá. Búið að gera flest öll húsin upp og er allt orðið vorðalega fínt þarna. Eyddum öllum deginum þarna, komum til þess að óska Ingunni frænku til hamingju með afmælið því að hún varð 60 á sunnudaginn. Fengum veislu-grillmat og svo var lagt í hann til Húsavíkur aftur um kvöldið.

Flatey


Þetta var nú frekar stutt verslunnarmannahelgi þar sem við fórum heim um hádegi á sunnudaginn, til að losna við umferðina á mánudeginum. Hefði vilja verða lengur og kíkja kannski í Ásbyrgi en það verður víst að bíða betri tíma, það var reyndar svo ógeðslegt veður á sunnudaginn að ég efast um að maður hafi farið í Ásbyrgi þó að við hefðum verið lengur.

En ég er búin að setja inn myndir frá afmælinu mínu og frá verslunnarmannahelginni.

þriðjudagur, ágúst 01, 2006

Fríið búið

Já þá er maður búin í fríinu sínum og ég get nú sagt það að það var frekar erfitt að mæta í vinnuna í gærmorgun, jamm svaf meira að segja yfir mig, sem kemur ekki oft fyrir mig. En það var ekkert alvarlegt, mætti ekkert það seint.

Helgin var fín, kíkti á litlu frænku á föstudaginn og svo á litla prinsinn þeirra Berglindar og Atla á laugardaginn. Algjörar dúllur bæði tvö. Hélst svo lítið teiti á laugardaginn, var frekar rólegt en skemmtilegt. Á sunnudaginn var svo tekið á móti góðum gestum og svo kíkti ég á Sigurrósar tónleikana um kvöldið. Var ekki lengi, hlustaði á einhver 5-6 lög og fór svo heim, ég er ekki mesti aðdáandi í heimi en það var gaman að sjá þetta, gott veður og góð stemmning.

Annars var mjög gaman í Búlgaríu og ég væri alveg til í það að vera þar ennþá, slappaði af á meðal þess sem ég skoðaði mig um, við fórum 3 sinnum til Varna og fórum svo í 2 skipulagðar ferðir með Terra Nova. Ætluðum að taka okkur bílaleigubíl og fara yfir til Rúmeníu en farastjórarnir mældu mjög svo gegn því, einhver íslensk hjón höfðu lent illa í þjófum fyrr um sumarið. Þannig að við ákváðum bara að sleppa því.

Svo fór reyndar brunakerfið af stað á hótelinu okkar og eins og sannur Íslendingur þá kippti maður sér ekkert við það, fór bara aftur að sofa en svo var það eina nóttina að það hætti bara ekki að pípa og ég kíki fram og sé þar hótelstarfsmann og spyr hann hvort að hann viti hvað vandamálið sé, hann lítur á mig og segir, yes, og gengur svo í burtu!!!! Hann var svo rólegur að ég ákvað það bara að það væri ekkert að og fór aftur að sofa. Kvartaði svo undan þessu daginn eftir og þá var mér sagt að það hefði verið bilun í kerfinu og það væri allt í lagi núna, en svo kom snildar setning: There was no fire!!! Takk fyrir það ég var ekki búin að átta mig á því!!!!

En svo átti litla frænka mín snildar setningu þegar við vorum að ganga meðfram ströndinni (þar sem búðirnar voru) eitt kvöldið. Ég hjálpaði einu strák að ná í boltann sinn, hendi boltanum til litla stráksins og þá heyrist í minni: En fyndið Berglind ég hef aldrei séð þig hjálpa barni!!!! Hahahaha ég vissi ekki hvert ég ætlaði mér fannst þetta svo fyndið, henni finnst ég greinilega vera einhver gribba. En svo kom: Sko þú hefur alveg hjálpað mér en ég hef bara aldrei séð það!!!

Planið fyrir verslunarmannahelgina er að fara til Húsavíkur og svo er aldrei að vita nema að maður skelli sér einn dag út í Flatey, vona það allvega, langt síðan að ég hef komið þangað. En það kemur allvega í ljós, það er allvega kominn tími á það að heimsækja hana ömmu.

Læta þetta duga í bili, fer bráðum að setja inn myndir frá Búlgaríu og afmælinu mínu, verður samt sennilega ekki í kvöld þar sem ég er að fara að horfa á hann Jhonny Deep.