Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, ágúst 01, 2006

Fríið búið

Já þá er maður búin í fríinu sínum og ég get nú sagt það að það var frekar erfitt að mæta í vinnuna í gærmorgun, jamm svaf meira að segja yfir mig, sem kemur ekki oft fyrir mig. En það var ekkert alvarlegt, mætti ekkert það seint.

Helgin var fín, kíkti á litlu frænku á föstudaginn og svo á litla prinsinn þeirra Berglindar og Atla á laugardaginn. Algjörar dúllur bæði tvö. Hélst svo lítið teiti á laugardaginn, var frekar rólegt en skemmtilegt. Á sunnudaginn var svo tekið á móti góðum gestum og svo kíkti ég á Sigurrósar tónleikana um kvöldið. Var ekki lengi, hlustaði á einhver 5-6 lög og fór svo heim, ég er ekki mesti aðdáandi í heimi en það var gaman að sjá þetta, gott veður og góð stemmning.

Annars var mjög gaman í Búlgaríu og ég væri alveg til í það að vera þar ennþá, slappaði af á meðal þess sem ég skoðaði mig um, við fórum 3 sinnum til Varna og fórum svo í 2 skipulagðar ferðir með Terra Nova. Ætluðum að taka okkur bílaleigubíl og fara yfir til Rúmeníu en farastjórarnir mældu mjög svo gegn því, einhver íslensk hjón höfðu lent illa í þjófum fyrr um sumarið. Þannig að við ákváðum bara að sleppa því.

Svo fór reyndar brunakerfið af stað á hótelinu okkar og eins og sannur Íslendingur þá kippti maður sér ekkert við það, fór bara aftur að sofa en svo var það eina nóttina að það hætti bara ekki að pípa og ég kíki fram og sé þar hótelstarfsmann og spyr hann hvort að hann viti hvað vandamálið sé, hann lítur á mig og segir, yes, og gengur svo í burtu!!!! Hann var svo rólegur að ég ákvað það bara að það væri ekkert að og fór aftur að sofa. Kvartaði svo undan þessu daginn eftir og þá var mér sagt að það hefði verið bilun í kerfinu og það væri allt í lagi núna, en svo kom snildar setning: There was no fire!!! Takk fyrir það ég var ekki búin að átta mig á því!!!!

En svo átti litla frænka mín snildar setningu þegar við vorum að ganga meðfram ströndinni (þar sem búðirnar voru) eitt kvöldið. Ég hjálpaði einu strák að ná í boltann sinn, hendi boltanum til litla stráksins og þá heyrist í minni: En fyndið Berglind ég hef aldrei séð þig hjálpa barni!!!! Hahahaha ég vissi ekki hvert ég ætlaði mér fannst þetta svo fyndið, henni finnst ég greinilega vera einhver gribba. En svo kom: Sko þú hefur alveg hjálpað mér en ég hef bara aldrei séð það!!!

Planið fyrir verslunarmannahelgina er að fara til Húsavíkur og svo er aldrei að vita nema að maður skelli sér einn dag út í Flatey, vona það allvega, langt síðan að ég hef komið þangað. En það kemur allvega í ljós, það er allvega kominn tími á það að heimsækja hana ömmu.

Læta þetta duga í bili, fer bráðum að setja inn myndir frá Búlgaríu og afmælinu mínu, verður samt sennilega ekki í kvöld þar sem ég er að fara að horfa á hann Jhonny Deep.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home